is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3258

Titill: 
  • Á ferðinni með Sisi. Elísabet keisaraynja af Austurríki í spegli tímans
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á Íslandi er Sisi ekki ýkja þekkt. En ég er komin í hóp Sisi-aðdáenda og er þegar búin að fara í mikið menningarlegt ferðalag með henni, í víðustu merkingu þess orðs, til að safna heimildum og undirbúa eigið miðlunarverkefni. Það vakti sérstaklega fyrir mér að kanna, hversu langt er hægt að fara í miðlun á einu ákveðnu menningarfyrirbæri. Hvaða efni hefur verið sett fram um viðkomandi, hvaða miðlunarleiðir hafa verið valdar, hvaða áherslur hafa verið settar á mismunandi tímum, er hægt að merkja tískusveiflur eða markaðsáhrif en ekki síst, hvað gerir þessa persónu svona eftirsóknarverða eins og raun ber vitni? Markmiðið er síðan að miðla fræðslu um þessa erlendu konu í allt öðrum menningarheimi en hún lifði í, með öðrum orðum að kynna hana Íslendingum á íslensku.
    Ég mun byrja á því að varpa fram smá hugleiðingu um fyrirbærin menningu, miðlun og sannleika. Þar á eftir mun ég í nokkuð ítarlegri greinargerð lýsa aðdraganda, efnisvali og hvernig undirbúningsvinnu þriggja mismunandi miðlunarverkefna um Sisi var háttað. Í greinargerðinni mun ég byrja á að kynna Sisi til sögunnar, skýra frá því hvers vegna hún var fyrir valinu, hvernig heimildasöfnun og úrvinnslu var háttað og ástæðum fyrir vali á þeim miðlunarleiðum sem valdar hafa verið til kynna efnið á íslensku. Í kjölfarið verða kynnt þrjú mismunandi miðlunarverkefni þar sem verður beitt mismunandi leiðum til að ná settu marki. Sýnt verður fram á hvernig hægt er að nota mismunandi miðlunarleiðir til að miðla sama efni. Í fyrsta lagi verður lögð fram tímaritsgrein í öðru lagi er um raunverulegt ferðalag á söguslóðir að ræða og í þriðja lagi er gerð tillaga að útvarpsþáttum. Með hverju verkefni er stuttlega gerð grein fyrir markmiði og leiðum að marki. Í lokin verður síðan stutt samantekt á verkefninu í heild.

Samþykkt: 
  • 20.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3258


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asa_Maria_Valdimarsdottir_fixed.pdf4.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna