is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3265

Titill: 
  • Gersveppastofnar til framleiðslu lyfjaefna. Áhrif breytinga á tRNA genum á tjáningu utanaðkomandi próteina
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gersveppir (Saccharomyces cerevisae) hafa lengi verið notaðir til baksturs og
    bruggunar. Með aukinni þekkingu á gerð og starfsháttum erfðamengis gersveppa
    opnast möguleikar til framleiðslu á margvíslegum efnum með ódýrari, öruggari og
    hentugri hætti en verið hefur. Nokkur verðmæt efni eru nú framleidd á þennan hátt,
    m.a. sterahormónar og malaríulyf, en í rannsóknum okkar og fleiri hafa komið í ljós
    verulegar hindranir við framleiðslu ýmissa áhugaverðra efna, m.a. fjölketíðefna en
    meðal þeirra eru svonefnd statin lyf.
    Nýlega birtar rannsóknir benda til þess að algjör skortur á tjáningu sumra
    utanaðkomandi gena í gersveppum og öðrum lífverum kunni að stafa af mismun í
    notkun táknaþrennda. Ákveðnar táknaþrenndir eru lítið notaðar í gersveppum og lítið
    magn er af þeim tRNA sameindum sem þýða þessar þrenndir. Í þessu verkefni verður
    kannað hversu mikil áhrif sjaldgæfir táknar hafa á þýðingu, hvaða táknar koma þar
    helst við sögu og hversu margir þeir þurfa að vera. Jafnframt verður kannað hvort
    aflétta megi þýðingarhindrun með því að auka fjölda samsvarandi tRNA gena.
    Þær upplýsingar sem aflað verður munu hafa víðtækt notagildi í gerjunar- og
    lyfjaiðnaði, sérstaklega við tjáningu utanaðkomandi gena, sem og í almennum
    gersvepparannsóknum.

Samþykkt: 
  • 20.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3265


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sara_Sigurbjornsd_fixed.pdf2.33 MBLokaðurHeildartextiPDF