is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3266

Titill: 
  • The social structure and interactions within groups of horses (Equus caballus) containing stallions
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Félagshegðun hesta var rannsökuð í samanlagt 525 klukkustundir í sex hópum sem inniheldu stóðhesta (fjórir stöðugir hópar í hálf-villtu stóði og tveir tímabundnir hópar).
    Áhríf stóðhesta á samskipti hesta í hópnum var könnuð og niðurstöður bornar saman við rannsóknir á hópum án stóðhesta. Auk þess voru áhrif stöðugleika hóps á félagshegðun hrossa könnuð og skoðað var hvort mismunandi samsetning hópa með tilliti til aldurs, skyldleika og kunnugleika breyttu félagsgerðinni.
    Fyrri rannsóknir benda til þess að stóðhestur getur haft bælandi áhríf á samskipti í hópnum með beinum hætti eða að nærvera stóðhests óbeint hafi þessi áhríf (Sigurjonsdottir et al., 2003).
    Niðurstöður sýna að stóðhestarnir trufluði sjaldan samskiptin á milli einstaklinga í hópnunum, en tvennt styður tilgátuna að stóðhestar geti haft hamlandi áhríf á samskipti í sínum hóp. Í fyrsta lagi sú staðreynd að hrossin mynduðu fremur fá náin vinatengsl í þessum hópum miðað við sambærilega hópa án stóðhesta (Sigurjonsdottir et al., 2003) og í öðru lagi að virðingarraðir voru mun minna áberandi og aðeins marktækt línulegir í helmingi hópanna.
    Marktækur munur í tíðni jákvæðra og neikvæðra samskipta fannst á milli hópa, sem reka má til munar á hópasamsetningu með tilliti til aldurs, kunnugleika og skyldleika hrossa ásamt stöðuleika hópsins. Niðurstöður sýna að í tryppin kljáðust meira en fullorðnu hryssurnar, þau trufluðu hegðun annarra meira og þau áttu fleiri vini. Kunnugleiki var sá þáttur sem réði mestu um hvaða hross mynduðu tengsl sín á milli þegar hross voru sett saman í tímabundna hópa, en skyldleiki skipti líka máli. Stöðugleiki hóps hafði áhríf á ógntíðni þar sem hærri ógntíðni fannst í óstöðugu hópunum miðað við þá stöðugu. Fjöldi vina var líka marktækt minnstur í öðrum óstöðuga hópnum .
    Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa hagnýtt gildi fyrir hrossaræktendur og aðra húsdýraeigendur. Niðurstöðurnar geta einnig haft gildi fyrir framtíðar rannsóknir á félagshegðun spendýra.

Samþykkt: 
  • 27.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sandra_Granquist_fixed.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna