is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3269

Titill: 
  • Þjóðsagnatengd örnefni í Álftafirði við Djúp
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í gegnum aldirnar hafa menn velt fyrir sér þjóðsögunum á bak við ýmis örnefni. Í Álftafirði við Djúp eru þó nokkur þjóðsagnatengd örnefni sem tengjast hinum ýmsum flokkum þjóðsagna eins og Jón Árnason þjóðsagnasafnari hefur skilgreint þau. Markmið ritgerðarinnar var að rannsaka hvar þjóðsagnatengdu örnefnin eru í firðinum, hvernig þau dreifast og hvaða þjóðsaga er tengd viðkomandi örnefni. Kannað var hvort hægt var að staðsetja örnefnin með nákvæmni og hver sé líklegur nafnvaldur örnefnisins. Örnefnin voru kortlögð eins nákvæmt og hægt er, en vegna óljósrar staðsetningar einstakra örnefna var það erfileikum bundið á köflum. Með hliðsjón af kenningum um landfræðilega dreifingu örnefna og tengingum við þjóðsagna og örnefnafræði er líklegt að elstu þjóðsagnatengdu örnefnin séu frá upphafi landnáms í firðinum. Í grófum dráttum hafa eiginnöfn landnámsmanna mótað elstu örnefnin í Álftafirði en síðar taka helgisögur, goðfræði og atburðasögur við sem nafnvaldar. Örnefnaþróunin fylgir því kenningum um örnefnaþróun, munnlega geymd og breytingum í þjóðsagnahefð í nágrannalöndum okkar allvel.
    Áhugaverðasta niðurstaðan er að með með góðu móti er hægt að áætla að fyrsti landnámsmaðurinn við Álftafjörð hafi verið Álft á Svarfhóli þó annað komi fram í Landnámabók. Þá niðurstöðu styðja kenningar úr örnefnafræði, landfræði og þjóðsagnafræði.

Athugasemdir: 
  • Vantar forsíðu
Samþykkt: 
  • 28.1.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3269


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
David_Petur_Steinsson_fixed.pdf5.66 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna