is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3285

Titill: 
  • Áætlanagerð vegna heimsfaraldurs inflúensu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um gerð áætlunar vegna heimsfaraldurs inflúensu og hvaða fræðilegi grunnur gæti komið að notum þegar ráðist er slíkt verkefni. Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum veturinn 2006 að auka þyrfti viðbúnað Íslendinga vegna hugsanlegrar hættu af völdum heimsfaraldurs inflúensu. Þessi ákvörðun var i samræmi við óskir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um að þjóðir bættu sinn viðbúnað.
    Þetta ár og árið þar á undan geisaði skæð fuglainflúensa í Asíu og verulegar áhyggjur voru af því að fuglainflúensuvírusinn gæti aðlagað sig mönnum og valdið alvarlegum inflúensufaraldri.
    Sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra var falið að bera ábyrgð á gerð áætlunar vegna inflúensufaraldurs og margar stofnanir voru einnig kallaðar til verkefnisins. Í tvö ár var unnið sleitulaust við þetta verkefni og um 100 manns komu að því. Verkefnið var brotið niður í marga smærri verkþætti og vinnuhópur myndaður um hvert þeirra. Fyrstu drög inflúensuáætlunar voru æfð í desember 2007 og síðan var áætlunin undirrituð í fimm eintökum þann 28. mars 2008.
    Í þessari ritgerð er saga verkefnisins sett á blað og pólitískt umhverfi skoðað. Stefnumarkandi ákvarðanir eru dregnar fram og atburðarásin skráð í tímaröð. Að því búnu er vinnan sjálf skoðuð í fræðilegu samhengi út frá skipulagi og stefnumarkandi ákvörðunum, aðferðum verkefnastjórnunar, stefnumiðaðrar stjórnunar, áhættustjórnunar, mannauðsstjórnunar og þekkingarstjórnunar. Við skoðun mátti greina að þessar aðferðir og kenningar koma á einhvern hátt við sögu í vinnunni við áætlanagerðina. Niðurstöður benda til þess að stytta hefði mátt þann tíma sem tók að vinna áætlunina með betri undirbúningi áður en af stað var farið. Niðurstöður gefa einnig vísbendingar um hvaða verkefni brýnt er að vinna á næstu árum til þess að styrkja varnir Íslendinga vegna farsótta.

Samþykkt: 
  • 29.1.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3285


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Iris_Marelsdottir_fixed.pdf849.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna