EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3288

Title
is

Innra eftirlit

Abstract
is

Innra eftirlit er ekki einstök aðgerð, starf ákveðins starfsmanns eða einnar deildar
heldur ferli sem stjórn fyrirtækis ber ábyrgð á og hefur mótunaráhrif á ásamt stjórnendum fyrirtækisins. Innra eftirlit er ferli þar sem stjórn, stjórnendur og aðrir starfsmenn fyrirtækisins eru allir þátttakendur. Innra eftirliti er ætlað að hjálpa fyrirtækinu að ná helstu markmiðum sínum, þ.e. rekstrarmarkmiðum sínum, markmiðum um áreiðanleika fjárhagsupplýsinga, markmiðum um fylgni við lög og
reglur og markmiðum um verndun og meðferð eigna.1
Fleiri en ein samtök hafa fjallað um innra eftirlit í fyrirtækjum, þau þekktustu eru
COSO nefndin og CICA (CoCo skýrslan), önnur samtök sem mætti nefna eru ITGI sem fjallar meira um innra eftirlit út frá tölvukerfum og svo Ríkisendurskoðun sem fjallar um innra eftirlit að mestu út frá ríkisreknum fyrirtækjum og stofnunum.
Alþjóðleg samtök endurskoðenda, IFAC, hafa gefið út Alþjóðlega Endurskoðunarstaðla, ISA, þar sem vísað er til COSO og CoCo við skilgreiningu á
innra eftirliti.
Ný lög um endurskoðendur tóku gildi hér á landi 1.janúar 2009, lög nr. 79/2008 um endurskoðendur. Lög þessi voru sett til þess að taka upp í íslenskt lagaumhverfi ákvæði 8.tilskipunar Evrópusambandsins um lögboðna endurskoðun ársreikninga og samstæðureikninga.
Í tilskipuninni segir enn fremur að öll fyrirtæki í löndum sem eru aðilar að EES þurfa
að haga lögboðinni endurskoðun í samræmi við ISA staðlana. Í ljós hefur komið að umfjallanir COSO, CoCo, CobiT og Ríkisendurskoðunar um innra eftirlit eru mjög keimlíkar. Grunnhugmyndir og grunnþættir innra eftirlits virða vera þeir sömu þó viðfangsefnið, innra eftirlit, sé nálgast á mismunandi hátt hjá hverjum einum. Þó ber þess að geta að í CobiT þá er vísað í COSO þegar fjallað er
um innra eftirlit.

Accepted
30/01/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Jon_Orn_Gunnlaugss... .pdf275KBLocked Complete Text PDF