is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3318

Titill: 
  • Áhrif samninga um stjórnunarréttindi á árangur fjárfestinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um starfsemi fjárfestingasjóða og greinir m.a. fjárhagslegan afrakstur Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins á árunum 1998 til 2008. Markmið rannsóknarinnar er að greina áhrifaþætti sem skýra mögulegan breytileika fjárhagslegs árangurs fjárfestingasjóða í fjárfestingum með frumkvöðlum þ.e. í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Til að nálgast þessa greiningu eru skoðaðir tveir þættir sem fjalla annarsvegar um sambandið á milli stjórnunarlegra réttinda aðila að fjárfestingasamningi og afrakstur fjárfestingarinnar og hinsvegar hvort reynsla og þekking fjárfestingarsjóðs til að taka þátt í fjárfestingum í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum, endurspeglist í hæfni hans til að meta gildi fjárfestinganna yfir tíma. Skýrð er og greind þátttaka fjárfestingasjóða í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum með frumkvöðlum. Þátttakan felst í fleiri þáttum en einungis fjármunum til fjárfestingarinnar og má hér nefna hæfileika og getu fjárfestingarsjóðsins sjálfs. Þátttaka fjárfestingarsjóðsins, þekkingarsköpun og færni skiptir máli við mat á framgangi nýsköpunar- og sprotafyrirtækja. Mat á árangri fjárfestinga fjárfestingasjóða í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum tengist mati á að þeir sjálfir hafi færni til að ákveða framtíð fjárfestingarinnar og hver skynsamlegur líftími hennar eigi að vera m.t.t. að skapa fénýtanlegt verkefni eða sprotafyrirtæki með hámarks hagnað að leiðarljósi. Uppbyggingin og skipulag sjóðanna skiptir máli í hámörkun fjárhagslegs árangurs. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir greiningu á gögnum er fengust um starfsemi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Fram kemur að arðsemi sjóðsins var neikvæð á því tímabili sem rannsóknin nær yfir og líklega er fjárhagslegur árangur hans lakari en margra erlendra sjóða sem starfa á svipuðum vettvangi. Slíkur samanburður er þó alltaf erfiður og háður ýmsum annmörkum og forsendum. Af 90 fjárfestingum sem sjóðurinn tók þátt í á tímabilinu enduðu 53 eða tæplega 60% þeirra með afskrift. Samkvæmt mælingum á tímalengd fjárfestinga sjóðsins er meðallíftími fjárfestinga hans 4-5 ár.
    2
    Megin niðurstaða og fræðilegt framlag þessarar rannsóknar á starfsemi fjárfestingasjóða er eftirfarandi. Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerð er á áhættufjárfestingarsjóðum á Íslandi. Rannsóknin er fyrsta rauntilvikarannsóknin sem gerð hefur verið á þátttöku Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í fjárfestingarverkefnum með frumkvöðlum í nýsköpunar- og fjárfestingarverkefnum. Rannsóknin notar vísindalega viðurkenndar rannsóknar- og mæliaðferðir til að meta starfsemi fjárfestingarsjóðs á Íslandi og prófun á tilgátum sem eru unnar með tengsl við aðrar viðurkenndar erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Rannsóknin gerir tilraun til að nota skýringarbreytu á fjárhagslegum árangri fjárfestingarsjóðs þ.e. beint samhengi milli eignar-, þátttöku- og stjórnunarréttinda og mældrar arðsemi fjárfestinga sem ekki hefur áður verið gerð tilraun til, svo höfundi sé kunnugt. Rannsóknin gefur ekki vísbendingar um að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hafi notað yfir tímabilið öll þau tæki í starfsemi sjóðsins sem hefðu getað ýtt undir betri ávöxtun samkvæmt áður birtum vísindarannsóknum á starfsemi fjárfestingasjóða. Rannsóknin segir ekki til um starfsaðferðir sjóðsins í dag. Ekki fékkst tölfræðileg staðfesting á tilgátum rannsóknarinnar en niðurstaðan vekur upp nýjar spurningar sem þörf er á að rannsaka nánar í starfsemi fjárfestingasjóða og leggur grunn að þeim.
    Rannsóknin beindist þannig að starfsemi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins yfir tímabilið en ekki að breytingum á starfsemi- eða starfsháttum hans yfir tímabilið. Sjóðurinn hefur þróast og tekið breytingum í ljósi reynslunnar.

Samþykkt: 
  • 4.8.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3318


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
snorri_styrkrfestinga_fixed.pdf1.05 MBOpinnPDFSkoða/Opna