is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3319

Titill: 
  • Félagsleg ábyrgð fyrirtækja, ástæður, umsvif og þróun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Félagsleg ábyrgð fyrirtækja hefur á síðustu árum öðlast stigvaxandi vinsældir. En
    hvað liggur að baki hugtakinu? Hefur það í för með sér raunveruleg tækifæri fyrir
    samfélagið og fyrirtæki sem beita því af kunnáttu eða er það brella sem stórfyrirtæki
    hafa tileinkað sér í baráttunni gegn slæmu orðspori, auknum reglusetningum og
    afskiptum stjórnvalda? Þessari spurningu og fleirum er ætlað að svara í þessari ritgerð.
    Það er ljóst að hugmyndin um félagslega ábyrgð fyrirtækja hefur á síðustu árum hlotið
    hljómgrunn hjá öllum stjórnendum alþjóðlegra fyrirtækja. Flest stærstu fyrirtæki
    heims taka fram í ársskýrslum sínum hvert framlag þeirra til félagslegra málefna er,
    gefa út bæklinga eða skýrslur og leita allra leiða til að koma framlaginu á framfæri.
    Fjöldi ráðgjafafyrirtækja hefur sprottið upp, sérstakar deildir verið stofnaðar innan
    háskólanna og sífellt fleiri vinna í iðnaði tengdum félagslegri ábyrgð. En hver er
    ástæðan að baki þessum miklu umsvifum? Hvað er það sem verður til þess að
    fyrirtæki virðast hætta að hugsa fyrst og fremst um hagnað og hugsa meira um
    samfélagið? Er það raunverulegur áhugi fyrirtækjanna og stjórnenda þeirra sem liggur
    að baki eða er ástæðan fyrst og fremst rekstrarleg?
    Tilgangur þessa verkefnis var að leita svara við þessum spurningum og kanna þróun,
    umfang og tækifærin í félagslegri ábyrgð fyrirtækja. Gagnaöflunin fól í sér lestur
    fræðigreina og athuganir stofnana, fyrirtækja og einstaklinga um málið. Greinar
    fylgismanna hugmyndarinnar sem og skrif þeirra sem gangrýna hana. Rannsóknin
    leiddi ýmislegt athyglisvert í ljós og margt sem ekki var séð fyrir. Það sem
    athyglisverðast þótti voru þau miklu tækifæri sem leynast í félagslegri ábyrgð séu
    fyrirtækin tilbúin til að kynna sér vel og tileinka sér aðferðir sem fræðimenn hafa sett
    fram. Það sem kom einnig á óvart var sú harða og rökfasta gagnrýni sem þessi vinsæla
    hugmynd og í raun markaðskerfið í heild fær hjá andstæðingunum. Það verður
    áhugavert að fylgjast með á næstu misserum hvort sú mikla þróun sem hefur einkennt
    hugmyndina um félagslega ábyrgð fyrirtækja komi til með að vera sú sama nú þegar
    kreppir að eða hvort ábyrgðin sé það fyrsta sem skorið verður niður.

Samþykkt: 
  • 4.2.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Laufey_Kristin_Skuladottir_forsida_fixed.pdf23.78 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Laufey_Kristin_Skuladottir_fixed.pdf359.48 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna