is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3321

Titill: 
  • Takmörkun á upplýsingarétti almennings samkvæmt 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skýr réttur almennings til aðgengis að upplýsingum um stjórnsýslumál er mikilvægur þáttur í því að veita stjórnvöldum aðhald, auka gegnsæi og skapa traust milli almennings og stjórnvalds. Slíkur réttur auðveldar almenningi að átta sig á því hvernig stjórnvöld vinna og getur stuðlað að því að jafnræðis sé gætt. Þá veita upplýsingar um stjórnsýslumál oft góða innsýn í þær forsendur sem liggja að baki stjórnvaldsákvörðunum og auka skilning almennings á þeim.
    Almenningur á í meginatriðum rétt á aðgangi að þeim upplýsingum sem stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga hafa undir höndum við meðferð máls hjá sér. Þessi réttur er annars vegar tryggður í stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og hins vegar í upplýsingalögum nr. 50/1996. Gera þarf greinarmun á þeim heimildum sem felast í stjórnsýslulögum og heimildum upplýsingalaga. Í 16. gr. stjórnsýslulaga er eingöngu aðila máls tryggður réttur til aðgangs að upplýsingum varðandi mál sem þá sjálfa varðar. Í upplýsingalögum er almenningi hins vegar tryggður réttur til aðgangs að upplýsingum um mál sem eru til meðferðar hjá stjórnvaldi.
    Í ritgerð þessari verður fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um stjórnsýslumál eins og hann birtist í upplýsingalögunum. Þær greinar sem tryggja þennan rétt í lögum eru fáorðar og þarfnast frekari útskýringa. Sérstaklega verður fjallað um takmarkanir á rétti almennings til upplýsinga sem snúa að ákvæðum um vinnuskjöl stjórnvalda og skilyrði tengd þeim. Einnig verður fjallað um undantekningar frá þessum ákvæðum um vinnuskjöl.

Samþykkt: 
  • 15.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Teitur_Skulason_fixed.pdf200.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna