is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3325

Titill: 
  • Ritstjórn án ritskoðunar. Um sköpun skáldverka
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslendingar skilgreina sig sem bókaþjóð. Við erum stolt af okkar mikla bókmenntaarfi og önnur lönd horfa til Íslands sem þjóð bókmennta og líta á íslenska höfunda sem hluta af eftirsóknarverðri bókmenntamenningu. Einu sinni á ári, í kringum jólin, umturnast samfélagið og það litast af bókaumfjöllun, bókagagnrýni, upplestri rithöfunda og stoltum bókaframleiðendum sem allir vilja koma vörunni sinni, bókinni, á framfæri. Þeir sem ekki þekkja til bókaútgáfu gera sér vafalaust ekki grein fyrir því hvað liggur að baki einni útgefinni bók og halda að það sé eingöngu rithöfundur með góðan sitjanda og atorkusamur prentari sem skapa bókina. Svo er því alls ekki farið en ritstjórar taka sífellt meiri þátt í vinnslu bóka hér á landi og vinna þeir náið með rithöfundum til þess að gera bókina sem um ræðir þá bestu sem hún mögulega getur verið.
    Vegna þess hversu nýtt þetta ritstjórnarferli er hér á landi er einstaklega forvitnilegt að skoða hvað felst í ritstjórn og sambandi ritstjóra við rithöfund. Ritgerðinni er skipt í þrjá hluta en sá fyrsti beinist að starfi ritstjórans. Viðfangsefni þeirra verða sérstaklega skoðuð og einnig hvers þeir horfa til við vinnslu bókar. Í öðrum hluta verður sjónum beint að rithöfundum og handriti þeirra og um hvað þeir ættu að vera meðvitaðir þegar kemur að vinnu ritstjóra með texta þeirra. Í því ljósi verður sjónum aðallega beint að hagnýtum atriðum eins og innra samhengi, mikilvægi þess að stíll haldist samur í handriti og því hvort höfundi tekst tekst ætlunarverk sitt. Slík atriði gætu einnig vakið áhuga þeirra rithöfunda sem enn hafa ekki fengið útgáfu en vilja ná eyrum útgáfufyrirtækja. Í þriðja og síðasta hlutanum fjalla ég um lokaverkefnið mitt í þessu námi og dvöl mína sem nemi á Forlaginu í sumar. Þar fjalla ég um verklag Forlagsins og verksvið mitt og einnig um feril útgáfunnar frá því handrit kemur í hús og þar til bók er prentuð.
    Bókaútgáfa er gríðarlega umfangsmikil og samanstendur af afsakaplega ólíkum verkum en í þessari ritgerð verður sjónum eingöngu beint að útgáfu á frumsömdum skáldsögum og þá sérstaklega fagurbókmenntum. Það kemur til vegna þess að dvöl mín á Forlaginu snerist nær eingöngu um vinnu með fagurbókmenntir og handrit að þeim, en ritstjórnarleg vinna með slík verk er af talsvert öðrum meiði en annarra bóka þó að ýmislegt sé hægt að heimfæra yfir á aðrar bókagreinar.

Samþykkt: 
  • 5.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tinna_Proppe_fixed.pdf311.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna