is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3351

Titill: 
  • „…, hver ætti þá að sjá um þvotta þjóðarinnar?“ um jaðarstöðu og togstreitu listakonunnar í verkunum Karitas án titils og Óreiða á striga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bækurnar Karitas án titils og Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur er efni þessarar ritgerðar. Aðalsögupersóna bókanna, Karitas Jónsdóttir, glímir við að samþætta skyldu sína sem kona og móðir og listræna hæfileika. Samfélagsgerðin sem Karitas elst upp í býður ekki upp á að konur fari út í heim til að sinna hæfileikum sínum heldur er þeim fengið hlutverk strax við fæðingu. Konur áttu að vera heima og sinna búi og börnum, tími þeirra var helgaður öðrum en þeim sjálfum. Karitas fær stórkostlegt tækifæri til þess að þróa hæfileika sína og er kostuð til listnáms í Danmörku. Líf hennar tekur stakkaskiptum þegar hún verður barnshafandi stuttu eftir að hún kemur heim að utan.
    Karitas passar illa inn í hefðbundið kvenhlutverk þar sem hún vill sinna list sinni og vera frjáls kona. Jaðarstaða Karitasar er eitt meginviðfangsefni mitt. Hún er staðsett á jaðrinum í bókstaflegri merkingu, býr á hjara veraldar, langt frá mannabyggðum og umkringd álfaborgum og fjöllum. Samfélagsstaða hennar er einnig jaðarstaða þar sem hún passar ekki inn í hefðbundið samfélag. Hún er á skjön og erfitt er að staðsetja hana innan kerfisins. Hitt meginviðfangsefni mitt er margskonar togstreita sem Karitas glímir við alla ævi og hefur mikil áhrif á líf hennar og birtist einnig í verkum hennar. Reynsluheimur Karitasar verður henni uppspretta myndefnis en í gegnum tíðina hafa efnistök kvenna ekki þótt merkilega eða áhugaverð og því verið þögguð. Sú þöggun leiðir til þess að konur hafa átt fáa forvera til að líta til þegar kemur að sköpun. Karitas finnur sér rödd með málverkum sínum og öðlast viðurkenningu og brýtur því þagnarmúrinn. Þessi árangur er henni dýrkeyptur þar sem hún getur ekki sinnt bæði skyldunni og sköpuninni og geldur fyrir það dýru verði. Þrátt fyrir mikinn fórnarkostnað er hún boðberi nýrra tíma og komandi kynslóðir njóta góðs af fórnum hennar.

Samþykkt: 
  • 6.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3351


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga_Magnea_forsida_fixed.pdf36.35 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Inga_Magnea_titilsida_fixed.pdf29.9 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Inga_Magnea_agrip_fixed.pdf45.46 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna
Inga_Magnea_Skuladottir_fixed.pdf280.21 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna