EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3353

Title
is

Af hverju hætta hjúkrunarfræðingar að starfa við hjúkrun?

Abstract
is

Um heim allan hefur hjúkrunarfræðingum sem starfa við hjúkrun farið fækkandi og
meðal margra þjóða verður mannnekla í heilbrigðiskerfinu sífellt stærra vandamál.
Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna af hverju hjúkrunarfræðingar á Íslandi
hætta störfum við hjúkrun og hvaða lausnir þeir sjá sjálfir á því hvað hægt er að gera
svo þeir kjósi að starfa við hjúkrun.
Um er að ræða eigindlega rannsókn sem byggist á viðtölum við tíu hjúkrunarfræðinga
sem hafa hætt störfum við hjúkrun. Val á viðmælendum fór fram með snjóboltaúrtaki.
Rannsókninni til stuðnings var farið ítarlega yfir sambærilegar erlendar rannsóknir svo
og þær íslensku rannsóknir sem til eru um skort á hjúkrunarfræðingum og
starfsánægju meðal þeirra.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að helstu ástæður þess að
hjúkrunarfræðingar hætta að starfa við hjúkrun séu laun, vinnutími, álag í starfi,
vaktavinna og misræmi á milli starfs og einkalífs. Þær lausnir sem hjúkrunarfræðingar
sjá sjálfir á því hvað gera megi svo þeir kjósi að starfa við hjúkrun eru að víðtækar
úrbætur þurfi varðandi þessa framangreindu þætti. Þessar niðurstöður eru í samræmi
við skrif ýmissa fræðimanna um starfsgæði og mikilvægi þess að þau séu uppfyllt svo
að starfsfólk kjósi að halda áfram störfum.
Með því að hækka laun hjúkrunarfræðinga verulega og þá sér í lagi grunnlaun þeirra
væri hægt að laða fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa. Þannig myndi vandi vegna
manneklu leysast og álag sem hlýst af yfirvinnu og aukavöktum minnka sem leiðir
jafnframt af sér meira samræmi milli starfs og einkalífs. Sveigjanleiki í vinnutíma og
aðkoma hjúkrunarfræðinga sjálfra að gerð vaktaáætlunar er einnig stór þáttur í vilja
þeirra til að starfa við hjúkrun. Að mati hjúkrunarfræðinga má einnig bæta
stjórnunarhætti á sjúkrahúsum og telja þeir jafnframt að stjórnvöld eigi mikinn þátt í
þeim vanda sem íslenska heilbrigðiskerfið á við að etja hvað manneklu þeirra varðar.

Accepted
06/10/2008


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Sigridur_Edda_Hafb... .pdf536KBOpen Complete Text PDF View/Open