EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3369

Title
is

Konur eru konum bestar. Mikilvægi stuðnings við konur af erlendum uppruna

Abstract
is

Aðalmarkmið þessarar B.A.-ritgerðar er að skoða hvort stuðningur kvenna af innlendum uppruna við konur af erlendum uppruna hafi áhrif á bætt lífsgæði og aðgengi þeirra að samfélaginu á Íslandi. Konur eru um helmingur flytjenda í heiminum og eiga þær á hættu að verða félagslega einangraðar, meðal annars vegna þeirra starfa sem þær vinna.
Skoðað verður hvert fólk flytur og hvaðan, hverjir flytja og hvaða áhrif það hefur á fólk. Litið verður á hvert kynjahlutfall flytjenda er. Ákvörðun um að flytjast milli landa er oft mjög stór og skoða þarf alla möguleika, hvernig sé best að flytja á sem öruggastan og hagkvæmasta hátt.
Til að varpa ljósi á þessi viðfangsefni ritgerðarinnar verða fyrst tekin fyrir nokkur hugtök og kenningar sem tengjast fólksflutningum. Í fyrsta kafla verður fjallað stuttlega um sögulegar staðreyndir fólksflutninga og hvað hefur haft áhrif á fjölda fólks á faraldsfæti. Einnig verður hnattvæðing skoðuð og hvernig hún tengist fólksflutningum. Þverþjóðleg tengsl verða skilgreind og áhrif þeirra á búsetu og líf fólks. Aðlögun og samlögun verða skoðuð og í hvaða farveg fólk getur farið þegar það er flutt í nýtt samfélag. Í öðrum kafla verður farið yfir ástæður þess að fólk flytur milli landa og ferlið sem það fer í gegnum bæði áður en það flytur, þegar það er á ferðinni og að lokum á áfangastað.
Að flytja í nýtt land getur haft mikil áhrif á sálarlíf fólks, skoðuð verða áhrifin sem þetta hefur á sjálfsmynd fólks og menningu í þriðja kafla. Það blasir við að þar sem markmið ritgerðarinnar er að skoða líðan og aðlögun kvenna sem flytjendur, verður fjallað sérstaklega um flutninga kvenna í heiminum, ástæður fyrir því að þær flytja og hlutfallið á milli kynjanna. Roni Berger er prófessor í félagsráðgjöf við Adelphi Háskólann í Bandaríkjunum. Hún hefur mikið unnið með innflytjendakonum og nota ég bók hennar Immigrant Women tell their Stories í þessari ritgerð.
Á síðustu árum hefur íslenskt samfélag breyst frá því að vera frekar einsleitt samfélag í það að verða fjölmenningarsamfélag og hafa þessar breytingar gerst á stuttum tíma. Í lokakaflanum verður fjallað um Ísland í tengslum við fjölmenningu og fólk sem hefur flutt hingað og hvað það gerir hér. Einnig verður staða erlendra kvenna á Íslandi skoðuð, stuðningur við þær og hvort sá stuðningur hafi áhrif í aðlögun þeirra að samfélaginu.
Sagt verður frá sögu, framkvæmd og aðferðafræði verkefnisins Félagsvinur – mentor er máli. Það er rekið af Garðabæjardeild Rauða kross Íslands og hefur það að markmiði að tengja erlendar og íslenskar konur á jafningjagrundvelli þar sem báðar geta lært af hvor annarri, en þetta er afar mikilvægur liður í því að rjúfa félagslega einangrun og opna leiðir inn í samfélagið.

Accepted
10/10/2008


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Asa_Kolbrun_Hauksd... .pdf321KBOpen Text Body PDF View/Open
Asa_Kolbrun_Hauksd... .pdf9.75KBOpen Front Page PDF View/Open