is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3377

Titill: 
  • Að eldast heima. Hvaða aðstoð og aðstæður þurfa að vera til staðar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Allar spár benda til þess að eldri borgurum muni fjölga til muna á komandi árum. Það er jafnframt stefna íslenskra stjórnvalda að aldraðir geti búið á sínum
    eigin heimilum sem lengst, og er það einnig yfirlýst stefna eldri borgara sjálfra.
    Því er mikilvægt að efla þekkingu á reynslu aldraðra af því að búa heima og hvaða aðstoð og aðstæður þeir telji að þurfi að vera til staðar til þess að svo geti
    orðið. Tilgangur þessarar túlkandi fyrirbærafræðilegu rannsóknar var tvíþættur. Í fyrsta lagi að lýsa reynslu eldri borgara, sem búa við minnkaða færni til
    sjálfsumönnunar, af því að búa á eigin heimili. Í öðru lagi að kanna hvaða aðstoð og aðstæður eldri borgarar, sem eru á biðlista eftir hjúkrunarrými og búa heima,
    telja að þurfi að vera til staðar til að það geti orðið. Fáar rannsóknir af þessu tagi hafa verið gerðar á Íslandi og þess vegna veitir þessi rannsókn auknar
    upplýsingar um ofangreinda þætti.
    Rannsóknin var unnin í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
    Þátttakendur voru átta eldri borgarar, fjórar konur og fjórir karlar sem eru á biðlista eftir hjúkrunarrými og búa heima. Reynsla flestra þátttakenda var á þann
    veg að þeir lifðu fyrir hvern dag en skynja mátti öryggisleysi þátttakenda vegna
    versnandi heilsufarsástands. Allir þátttakendur höfðu legið á sjúkrahúsi í lengri
    eða skemmri tíma og óttuðust að verða aftur fyrir slíku áfalli, en flestir höfðu
    sterkan vilja til að búa áfram heima. Öryggisleysi hrjáði tvo þátttakendur vegna
    versnandi heilsu og líf þeirra einkenndist af óreiðu og átökum. Vonuðust þeir til
    að finna fyrir meira öryggi á hjúkrunarheimili.
    Aðstoð og aðstæður sem þátttakendur í þessari rannsókn töldu þurfa að
    vera til staðar var greiður aðgangur að opinberri þjónustu svo sem heimahjúkrun,
    félagsþjónustu, ásamt dagvistun og hvíldarinnlögnum. Flestir þátttakendur nutu
    mikillar aðstoðar fjölskyldna sinna sem var þeim afar mikilvæg. Athygli vakti
    hversu mikil samskiptin voru við fjölskyldurnar og treystu þátttakendur á frekari
    aðstoð og samskipti. Einn þátttakandi hafði litla sem enga aðstoð eða samskipti
    vi
    við fjölskyldu sína og skorti tilfinnanlega þann stuðning. Þátttakendur töldu að
    íbúðir og nánasta umhverfi þyrfti að taka mið af þörfum þeirra sem þar búa en
    sérstaka ánægju vakti sú þjónusta og það öryggi sem fylgdi búsetu í
    þjónustuíbúðum.
    Hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun eru í lykilstöðu til að meta þá aðstoð
    og aðstæður sem eldri borgarar sem eru á biðlista eftir hjúkrunarrými þarfnast.
    Mikilvægt er að veita fjölskyldum þessara einstaklinga enn frekari stuðning og
    sjá til þess að fjölskyldan sé höfð með í ráðum þegar aðstoð og aðstæður eru
    metnar.

Samþykkt: 
  • 10.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3377


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Solborg_Sumarlidadottir_fixed.pdf370.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna