is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3380

Titill: 
  • Landsnefnd UNIFEM á Íslandi: Saga, áherslur og aðferðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þróunarsamvinna er orðin einn af „hornsteinum“ íslenskrar utanríkisstefnu eins og
    Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir í skýrslu sem gefin var út af
    utanríkisráðuneytinu um konur, frið og öryggi í mars 2008. Landsfélag UNIFEM
    á Íslandi er eitt þeirra félaga sem hefur notið góðs af þessari nýju stefnu íslenskra
    stjórnvalda en það hefur vaxið hröðum skrefum og styrkst á síðustu árum. Það
    hefur gerst samfara auknum áhuga íslenskra stjórnvalda, einkageirans og
    almennings á þróunarsamvinnu og málefnum kvenna í þróunarlöndum og á
    stríðshrjáðum svæðum.
    Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir sögu, aðferðum og áherslum
    landsnefndar UNIFEM á Íslandi frá því hún var stofnuð árið 1989 með áherslu á
    spurninguna hvað það sé sem stýri verkefnavali nefndarinnar. Stuðst er við
    eigindlegar rannsóknaraðferðir og byggja niðurstöður ritgerðarinnar á viðtölum
    við stjórnarkonur félagsins, þátttökuathugunum á fundum og samkomum og
    greiningu fyrirliggjandi skriflegra gagna um félagið. Í ritgerðinni er fjallað um
    upplifun og sýn kvenna sem setið hafa í stjórn félagsins, á starfsemi
    landsnefndarinnar síðastliðin nítján ár. Fram koma skoðanir þeirra á ýmsum
    málum sem varða félagið s.s. samskipti við styrkveitendur, höfuðstöðvar
    UNIFEM sem og sýn þeirra á stöðu kvenna í þróunarlöndum og mikilvægi þess
    að vinna að málaflokknum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að landsnefndin hefur að sumu leyti
    haft frjálsræði í starfsaðferðum en verður þó alltaf að fylgja ákveðnum áherslum
    og stefnumótun frá höfuðstöðvunum í New York. Verkefni eru gjarnan valin með
    tilliti til möguleika á fjáröflun. Álit höfundar er að huga þurfi betur að gagnrýni
    þriðja heims kvenna á hugmyndir og kenningar vestrænna femínista um konur í
    þróunarlöndum og stöðu þeirra.

Samþykkt: 
  • 10.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3380


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margret_Rosa_Jochumsdottir_fixed.pdf559.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna