is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3382

Titill: 
  • Á Sléttu er alltaf sól: Rannsókn á lífi syskinanna frá Bólhúsi á Sléttu í Jökulfjörðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er rannsökuð saga systkinanna og fjölskyldu frá Sléttu í Jökulfjörðunum frá aldamótunum 1900 og til 1950, er þau búa á Ísafirði. Þau ásamt öðrum sem bjuggu á þessum slóðum upplifa það að byggðin fer í eyði og þau flytja á Ísafjörð. Mikil breyting verður á lífinu á Sléttu frá því að afi þeirra og amma hefja þar búskap og þar til þau systkinin eru flutt á Ísafjörð. Systkinin áttu föt til að skýla sér og skipta, einnig spariföt, ekki nýjustu tísku en hlý og góð föt. Þau fóru í skóla en það var farskóli sem var í Aðalvík og Hesteyri. Systkinin höfðu vinnuskyldu og reyttu kartöflu- og kálgarðinn, sátu yfir ásamt því að sendast og smala. Vinnuálagið var meira en í dag en þau segjast sátt og þeim hafi verið kennt að vinna í gegnum leik. Mesta breytingin varð er fjölskyldan flutti á Ísafjörð. Þá fara þau úr góðu lífi á Sléttu þar sem var nógur matur í það að þau voru heppin að þau voru með búfé og fengu kjöt og mjólk. Húsið á Ísafirði var minna en það á Sléttu. Fyrirvinnur heimilisins verða atvinnulausar, enga atvinnu að fá, báturinn seldur og lítið um að vera. Þetta eru miklar breytingar á stuttum tíma.

Samþykkt: 
  • 10.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3382


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Selma_Gudnadottir_fixed.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna