is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3387

Titill: 
  • Viðhorf stjórnenda í verslun til færni miðaldra og eldra starfsfólks
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginefni þessarar ritgerðar er færni miðaldra og eldri starfsmanna í verslun hér á landi. Leitast er við að útskýra hvað felst í færni, símenntun og námi í vinnuumhverfi, kynntar eru hugmyndir fræðimanna um þá færniþætti sem einstaklingar þurfa að búa yfir í þekkingarþjóðfélaginu og hver viðbrögð stjórnenda við lýðfræðilegum breytingum á samfélaginu verða. Einnig er fjallað um áhrif vinnuumhverfis á nám starfsmanna og hvernig hægt er að stuðla að fjölbreyttu námi starfsmanna. Rannsókn var gerð meðal stjórnenda í verslun með það að markmiði að greina upplifun og viðhorf þeirra til færni miðaldra og eldri starfsmanna og kanna hvaða færniþætti stjórnendur telja þennan hóp þurfa að efla með sér. Einnig var kannað hvaða aðferðir fyrirtækin nota til að sporna við manneklu og starfsmannaveltu sem og hvernig fyrirtækin reyna að stuðla að símenntun og stöðugu námi starfsmanna sinna. Stuðst var við megindlega rannsóknaraðferð sem hentar fyrir rannsókn sem þessa þar sem settar eru fram spurningar í upphafi rannsóknar og síðan kannað hvort gögnin gefi svör við spurningunum (Sigurlína Davíðsdóttir, 2003). Þar sem áreiðanlegur þýðislisti, sem sýndi dreifingu innan heildarinnar, lá ekki fyrir voru þátttakendur valdir af hentugleika. Þar með er ekki hægt að nota niðurstöðurnar til að alhæfa um þýðið en engin ástæða til annars en að ætla að niðurstöðurnar endurspegli í raun viðhorf svarenda (Þorlákur Karlsson, 2003). Gagna var aflað með veflægri spurningakönnun og fengu allir þátttakendur sömu spurningarnar.
    Helstu niðurstöður eru þær að miðaldra og eldri starfsmenn þurfa að bæta færni sína í notkun tölvu og internets og í erlendum tungumálum, auka frumkvöðlahugsun, efla framkvæmdaþor og jákvæðara viðhorf til símenntunar. Þessi hópur starfsmanna er hins vegar færari en yngri starfsmenn í íslensku, í að lesa úr upplýsingum og í samskiptum, stjórnun og rekstri. Miðaldra og eldri starfsmenn hafa betri grunnmenntun og vinnusiðferði heldur en yngri starfsmenn, búa yfir lítið eitt sterkara sjálfstrausti og miðla frekar af þekkingu sinni og færni heldur en yngri starfsmenn. Þetta eru að hluta til svipaðar niðurstöður og komið hafa fram hjá ýmsum fræðimönnum (m.a. Chrisholm, Larson og Mossoux, 2004; Félagsmálaráðuneyti,
    Háskóli Íslands – Viðskiptafræðideild
    3
    2004; Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir, 2001b; Nilsson, 2007; Rosenstock, 2004, Tikkanen, Lahn, Withnall, Ward og Lyng, 2002). Það sem helst kom á óvart var að miðaldra og eldra starfsfólk virðist búa yfir betri grunnmenntun heldur en þeir sem yngri eru og eru það aðrar niðurstöður en Nilsson (2007) fékk í sinni rannsókn meðal stjórnenda fyrirtækja sveitarfélaga í Svíþjóð. Almennt séð er viðhorf svarenda jákvætt í garð miðaldra og eldri starfsmanna og telur mikill meirihluti þeirra þessa starfsmenn vera mikilvæga fyrir fyrirtækið. Helstu aðferðir sem fyrirtækin hafa notað til að sporna við manneklu og starfsmannaveltu eru að hækka laun starfsmanna og auka yfirvinnu og eru það dæmigerð fyrstu viðbrögð stjórnenda við skorti á starfsmönnum (Atkinson, 1989; Ingi Rúnar Eðvarðsson, 1999). Einhver fyrirtæki eru þó komin lengra og reyna að efla mannauðinn með aukinni áherslu á símenntun. Aðferðir sem fyrirtæki nota til að efla færni starfsmanna eru margvíslegar. Algengast er að nota skipulega fræðslu eins og námskeið og nýliðafræðslu en einnig nota margir stjórnendur jákvæða umbun í formi hróss. Mest kom þó á óvart að nokkrir svarenda sögðust ekki nota neina af tilgreindum aðferðum til að ýta undir símenntun starfsmanna sinna.

Samþykkt: 
  • 10.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3387


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudfinna_Hardardottir_fixed.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna