is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3400

Titill: 
  • Með því að vinna vinnuna mína læri ég. Rannsókn á starfstengdum lærdómi millistjórnenda við innleiðingu nýrra verkefna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er sjónum beint að starfstengdum lærdómi hjá umsjónarmönnum
    frístundaheimila ÍTR. Markmiðið er að greina hvernig þessir stjórnendur lærðu að
    takast á við starfið sitt við innleiðingu á nýju verkefni. Í rannsókninni er leitast við að
    greina hvaða þættir leiddu til eða studdu við lærdóm hjá þessum einstaklingum. Að
    auki er leitast við að kanna hvaða lærdómur felst í því að takast á við erfið
    viðfangsefni og hindranir.
    Í upphafi rannsóknarinnar var notast við eigindlega rannsóknaraðferð með opnum,
    hljóðrituðum viðtölum, þar sem álits var leitað hjá þremur starfandi umsjónarmönnum
    frístundaheimila. Viðtölin voru innihaldsgreind og dregin upp athyglisverð atriði og
    samsvörun milli þeirra. Helstu niðurstöður voru notaðar til grundvallar við
    undirbúning megindlegrar rannsóknar. Þá var notuð megindleg rannsóknaraðferð með
    því að leggja spurningakönnun fyrir alla umsjónarmenn frístundaheimilanna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að samstarf og samvinna við aðra
    stjórnendur ásamt fyrri reynslu hefur reynst þessum hópi millistjórnenda best við að
    læra starfið sitt. Þeir upplifa mikinn lærdóm við raunverulegar áskoranir og þegar
    aðrir stjórnendur miðla af reynslu sinni. Niðurstöður gefa að auki til kynna að það
    hvernig þessi hópur stjórnenda leysir sín daglegu verkefni er að miklu leyti sprottið af
    því sem þeir koma sjálfir með og gefa til starfsins. Við úrlausn verkefna byggja þeir á
    eigin reynslu, framtakssemi og metnaði og þeir eru drifnir áfram af miklum áhuga.
    Það er afar mikilvægt að skapa umhverfi og aðstæður sem styðja við lærdóm hjá
    einstaklingum en það er ekki síður mikilvægt að skapa vettvang þar sem þekkingunni
    er miðlað á milli fólks og sett í ákveðna ferla sem styður við og eflir raunfærni
    skipulagsheilda. Hjá ÍTR felast miklir lærdómsmöguleikar í þeim vettvangi sem
    millistjórnendur hafa á samstarfi og samvinnu innan skipulagsheildarinnar.

Samþykkt: 
  • 11.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3400


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asdis_Asbjornsdottir_fixed.pdf580.31 kBLokaðurHeildartextiPDF