EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3414

Title
is

Notkun upplýsingatækni í mannauðsstjórnun

Abstract
is

Notkun upplýsingatækni til stuðnings mannauðsaðgerðum fer sífellt vaxandi og getur
haft víðtæk áhrif á það hvernig mannauðsstjórnun er sinnt innan skipulagsheilda og á
árangur af mannauðsstjórnun fyrir skipulagsheildina. Í þessari rannsókn er notkun
íslenskra skipulagsheilda á tölvuvæddum mannauðskerfum skoðuð. Mat er lagt á
útbreiðslu kerfanna og hvort notkun þeirra fari eftir stærð skipulagsheilda eða því
hvort þær starfi í einkageiranum eða þeim opinbera. Einnig er litið til þess hvernig
notkun á kerfunum er háttað með tilliti til þeirra möguleika sem kerfin bjóða upp á og
hvernig upplýsingar úr þeim eru nýttar. Svarendur voru einnig beðnir um að leggja
mat sitt á áhrif af notkun kerfanna fyrir skipulagsheildina.
Rannsóknin var unnin með megindlegri aðferðafræði. Settur var saman spurningalisti
sem sendur var til 175 skipulagsheilda með 80 starfsmenn eða fleiri. Óskað var eftir
því að starfsmannastjórar, eða aðrir starfsmenn sem sinna málaflokknum, svöruðu
fyrir hönd sinnar skipulagsheildar. Alls bárust svör frá 107 skipulagsheildum og var
svarhlutfall því 61,14%.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að rétt yfir helmingur skipulagsheildanna notar
tölvuvædd mannauðskerfi og hefur stærð skipulagsheildanna áhrif á það hvort
mannauðskerfi er til staðar. Ekki var marktækur munur á notkun mannauðskerfa eftir
því hvort um var að ræða opinbera stofnun eða sveitarfélag eða skipulagsheildir í
einkageiranum. Algengast var að skipulagsheildirnar notuðu mannauðskerfin í
rekstrarlegum tilgangi, það er að segja við skráningu, vistun, greiningu og dreifingu
upplýsinga um mannauðinn. Kerfin voru einnig notuð til framkvæmdar á ákveðnum
mannauðsaðgerðum, svo sem við ráðningar og val á starfsfólki. Sjaldgæft var að
kerfin væru notuð með beinum hætti í stefnumiðuðum aðgerðum, við áætlanagerð og
þarfagreiningu. Viðhorf til mannauðskerfanna var almennt jákvætt og var mjög stór
hluti svarenda sammála eða mjög sammála staðhæfingum um áhrif af notkun
mannauðskerfa, sem settar voru fram í spurningalistanum, en þær voru allar jákvætt
orðaðar.

Accepted
11/10/2008


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Ragnheidur_Bjorgvi... .pdf411KBOpen Complete Text PDF View/Open