EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3435

Title
is

Ten little Lithuanians and 'other' stories. 'Othering' the foreign national in the Icelandic mainstream discourse

Abstract
is

Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á hvers vegna og hvernig útlendingar
hafa verið mótaðir (e. constructed) sem ógnandi staðalmyndir í ráðandi orðræðu á
Íslandi. Færð eru rök fyrir því að til þess að skilja þessa mótun sé nauðsynlegt að
fjalla um hana í víðu fræðilegu samhengi og einnig í tengslum við tiltekna
orðræðugreiningu. Í fræðilegu umfjölluninni er sýnt fram á vankanta á kenningum
tengdum eðlishyggju og bent á að sjálfsmynd (e. identity) er ekki eðlislæg, heldur
óstöðug og mótuð í orðræðu. Jafnframt eru sett fram rök sem sýna að til þess að
móta „eðlilega“ sjálfsmynd sé nauðsynlegt að móta „óeðlilega“ staðalmynd er
byggist á vissri „óeðlilegri“ hegðun. Þessi röksemdafærsla er skoðuð í samhengi
við sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar (e. Icelandic national identity) og sýnt er
fram á að hin erlenda staðalmynd mótar og viðheldur „eðlilegu“ íslensku
sjálfsmyndinni. Í framhaldi er framkvæmd orðræðugreining á umfjöllun um
útlendinga í íslenskum prentmiðlum árið 2007 og sýnt hvernig umrædd mótun á
sér stað. Í greiningunni kemur fram að mótaðar hafa verið staðalmyndir tengdar
skipulagðri glæpastarfsemi, nauðgunum og slagsmálum, og tengjast þær allar
karlmönnum frá Austur-Evrópu. Ólíkt „eðlilegu“ Íslendingunum virðast þessir
menn nauðga á hrottafenginn hátt (stundum hlæjandi), slást líkt og vopnaðir
villimenn og stela miklu magni af vörum úr búðum. Fræðilega umfjöllunin og
orðræðugreiningin eru því næst nýttar til þess að færa fyrir því rök að ráðandi
orðræða á Íslandi móti sjálfsmynd sem er of einföld fyrir heiminn eins og hann er
dag, vegna þess að sjálfsmyndin byggist á úreltri tvíhyggju. Jafnframt er sýnt fram
á að hún útiloki vissa einstaklinga frá „eðlileika“ sökum gallaðs „ákvarðanatökuferlis“.

Accepted
12/09/2008


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Jon_Gunnar_Olafsso... .pdf774KBOpen Complete Text PDF View/Open