EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3444

Title
is

Þróun kjarasamninga VR og VSÍ/SA 1977-2008

Abstract
is

Ritgerð þessi fjallar um þátt einstaklings- og heildarhyggju í kjarasamningum. Sumir
telja heildar- og einstaklingshyggju aðeins ólíkar stjórnunaraðferðir innan
skipulagsheilda. Margt bendir þó til þess að þeim sé ætlað að mæta ólíkum kröfum
launþega og atvinnurekenda á vinnumarkaði (Deery og Walsh, 1999; Salamon, 2000;
Hegewisch, Tregaskis og Morley, 1997). Kröfur launþega hafa á undanförnum árum
og áratugum verið að þróast í átt að auknu frelsi einstaklingsins sem hefur síðan haft
áhrif á vinnumarkaðinn (Waddington og Whitston, 1997).
Kjarasamningar hafa verið einn stærsti áhrifavaldur í baráttu launþega fyrir
bættum kjörum (Brown, Deaking, Nash og Oxenbridge, 2000). Kjarasamningar eru
samningar um kaup og kjör launþega sem eiga sér stað milli tveggja eða fleiri aðila
(Scheuer, 1997). Með kjarasamningi geta launþegar áorkað frekari réttindum í ljósi
þess að samningsstaða þeirra er sterkari þegar þeir standa saman í kjarabaráttu sinni (Salamon, 2000). Kjarasamningar halda auk þess utan um það ferli sem á sér stað í kjaraviðræðum og þær samskiptareglur sem samningsaðilar hafa komið sér saman um að gilda eigi þeirra á milli (Blyton og Turnbull, 2004). Kjarasamningum er í raun ætlað að standa vörð um hagsmuni heildarinnar og gæta þess að samningsaðilar fari eftir settum reglum og ákvæðum sem þeir hafa skuldbundið sig til að fara eftir (Ebbinghaus, 2004).
Lítið hefur verið skrifað um íslenska kjarasamninga, þó hefur Sigríður Þrúður
Stefánsdóttir skrifað um þróun fræðslu og þjálfunar í kjarasamningum í
meistararitgerð sinni; Þróun sí- og endurmenntunar í tengslum kjarasamninga á
almennum vinnumarkaði á Íslandi 1990 – 2000. Í þessari ritgerð verður gerð grein
fyrir rannsókn sem gerð var á kjarasamningum VR (Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur síðar Virðing Réttlæti) og VSÍ (Vinnuveitendasamband Íslands) síðar SA
(Samtök atvinnulífsins) á árunum 1977 – 2008. Rannsókninni er ætlað að sýna
raunverulega þróun kjarasamninga eins stærsta stéttarfélags á Íslandi.
Rannsóknin fór fram með þeim hætti að rannsakandi aflaði, rýndi í og lagði
mat á alla kjarasamninga VR og VSÍ/SA frá árunum 1977 – 2008. Hann skráði niður
þær breytingar sem orðið höfðu á tímabilinu og birtast niðurstöður rannsóknarinnar í
ritgerð þessari. Markmiðið var að skoða þróun íslenskra kjarasamninga með tilliti til
aukinnar umræðu um einstaklingshyggju í samfélaginu. Rannsakandi lagði upp með
að geta svarað rannsóknarspurningunnni: Eru kjarasamningar VR að þróast frá heildarhyggju yfir í einstaklingshyggju? Rannsóknarniðurstöður gefa vísbendingar til
þess að einstaklingshyggja hafi verið að ryðja sér til rúms í kjarasamningum VR og
VSÍ/SA á undanförnum árum. En það sem athygli vekur er að hún virðist ekki vera að
ryðja heildarhyggju úr vegi aðeins að fléttast saman við hana, til að mæta auknum
kröfum einstaklinga á vinnumarkaði, þó ekki á kostnað heildarinnar.
Rannsókn sem þessi getur verið gagnleg mörgum aðilum á vinnumarkaði, svo
sem launþegum, atvinnurekendum og síðast en ekki síst stéttarfélögum.
Niðurstöðurnar geta gefið stéttarfélögum mynd af þeirri þróun sem orðið hefur á
kjarasamningum eins stærsta stéttarfélags á Íslandi. Stéttarfélög ættu með rannasókn þessari að geta komið auga á hvort þróun kjarasamninga hafi í raun og veru færst nær nýjum og breyttum kröfum launþega á vinnumarkaði.

Accepted
14/08/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
MS_Lokaritgerd_Ing... .pdf5.49MBLocked Complete Text PDF