EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3448

Title
is

Markaðsstarf í kreppu

Abstract
is

Haustið 2008 framkvæmdi nemandi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands rannsókn á því
hvaða markaðsaðgerðir myndu virka best í kreppu og kannað var hvernig nemendur við Háskóla Íslands og sérfræðingar skynjuðu kreppu. Meginrannsóknar spurningin var: „Hverjar eru helstu markaðsaðgerðir til að aðlaga sig að breyttu umhverfi í kreppu?“ auk þess sem undirspurningarnar: „Hvernig skynja stúdentar við Háskóla Íslands kreppu?“ og „Hvernig skynjar markaðsfræðingur kreppu?“ voru hafðar að leiðarljósi við rannsóknina.
Framkvæmd voru bæði eigindleg viðtöl og megindleg könnun sem fór fram mánuðina ágúst til desember 2008. Alls tóku 298 manns þátt í könnuninni en aðeins 3 einstaklingar í viðtölum.
Viðtölin voru tekin við starfsfólk í markaðsdeildum hjá Össuri, Nova og Ölgerðinni Agli
Skallagrimssyni. Niðurstöðurnar úr viðtölunum voru almennt þær að umrætt markaðsfólk er á því að markaðsstarf sé mikilvægt, en að þær aðgerðir sem fyrirtæki þurfa að framkvæma til að lifa af slíka umrótartíma felist í hreyfanleika og að fyrirtækið þurfi að vera reiðubúið að bregðast við breytingum og ekki síst að leita nýrra leiða til að markaðssetja sig.
Könnunin var framkvæmd á nemendum við Háskóla Íslands. Spurt var um viðhorf þeirra til ýmissa fullyrðinga sem tengjast fyrrnefndum rannsóknar spurningum. Einnig var spurt um traust þátttakenda til vissra aðila á fjármálamarkaði svo fátt eitt sé nefnt. Skoðað var hvort munur væri á skoðunum karla og kvenna, hvort aldur hafi áhrif á viðhorfin og loks hvort skoðanir fólks og afstaða til núverandi efnahagsástands séu ólíkar eftir námsdeildum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að nemendur voru almennt sammála um að komin væri kreppa og að atvinnuleysisstig væri besta vísbendingin um hvort komin væri kreppa. Einnig kom í ljós að verð væri mikilvægara en vörumerki þegar kæmi að því hvaða vöru ætti að versla í kreppu.

Accepted
14/01/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Hermann_Gretarsson... .pdf1.28MBOpen Complete Text PDF View/Open