is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3455

Titill: 
  • Samkeppnishæfni Íslands í jarðvarma
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslensk stjórnvöld hafa í auknu mæli farið í samstarf við erlend stjórnvöld á sviði
    jarðvarma. Íslendingar hafa einnig sinnt fleirum útrásaraverkefnum á alþjóðlega
    jarðvarmamarkaðinum. Í þessari rannsókn er samkeppnishæfni Íslendinga í jarðvarma
    greind og hversu álitlegur alþjóðlegi jarðvarmamarkaðurinn sé. Kenningar Michael E.
    Porters um samkeppnishæfni þjóða (e. The Competitive advantage of Nations) og
    klasa (e. Cluser) voru notaðar til þess greina samkeppnishæfni Íslands; á hverju hún
    byggis; hvað sé í innviðum Íslendinga sem gerir þjóðinni kleift að nýta jarðvarmann
    eins mikið og hún gerir og hvernig Íslendingar geta viðhaldið samkeppnishæfni sinni?
    Fimm samkeppniskrafta (e. The Five competitive forces) kenning Porters var notuð til
    að greina hversu álitlegur alþjóðlegi jarðvarmamarkaðurinn væri fyrir Íslendinga;
    hvaða áhættur eru til staðar og hvaða tækifæri leynast í honum. Rannsóknin er
    raundæmisrannsókn og eigindlegar rannsóknaraðferðir voru notaðar. Tekin voru viðtöl
    við sérfræðinga sem tengjast jarðvarmanum og fyrirliggjandi gögn voru lesin.
    Demantur Íslands í jarðvarma og jarðvarmaklasinn voru greindur. Niðurstöðurnar
    sýndu að samkeppnishæfni Íslendinga er mikil. Jarðvarmaklasinn er rótgróinn inn í
    íslenskt samfélag. Alþjóðlegi jarðvarmamarkaðurinn er álitlegur fyrir íslenska ráðgjafa
    en ekki fjárfesta. Í honum felast áhættur og tækifæri. Í lok skýrslunar er bent á ýmsar leiðir fyrir Íslendinga til þess að viðhalda samkeppnishæfni sinni.

Samþykkt: 
  • 26.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3455


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda_Gudmunda_Oskarsdottir_fixed.pdf2.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna