is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3466

Titill: 
  • Listin að leika sér : frístundir fullorðinna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Helsta viðfangsefni þessa verkefnis er leikurinn með megináherslu á fullorðna, en þar sem lítið er til um það efni á íslensku. Umræðan, um hvaða áhrif leikurinn hefur, kemur upp á yfirborðið annað slagið og þá er oftast talað um leik barna en frístundir fullorðinna. Það er sífellt meiri vakning í samfélaginu um mikilvægi þess að hreyfa sig og sinna áhugamálum sínum til að hlúa að líkamlegri og andlegri heilsu. En erfitt er að skilgreina leikinn því það felst svo margt í þessu eina orði. Í verkefninu er farið í saumana á leiknum út frá sjónarhornum fræðimanna. Leik kenningin (e. play theory) verður skoðuð og hvað ber að varast í leik. Áhrif leiksins á þroska barna könnuð og hver tilgangur hans er á fullorðinsárunum. Að lokum hvað tíðni þátttöku í frístundum og nándin, þessi hámarks meðvitund sem er innifalin í frístundinni, hafa á lífsánægju fólks.
    Könnun var lögð fyrir starfsmenn Mosfellsbæjar. Tilgangurinn var að sjá hvernig einstaklingar skilgreina orðið leikur og hvaða áhrif hann hefur á líðan þeirra.
    Helstu niðurstöðurnar eru að fólk hefur mismunandi sýn á hvað felst í þessu orði þegar það er skoðað út frá fullorðnum en eru á eitt sammála um að leikurinn sé mikilvægur. Rannsóknin leiddi í ljós jákvæða fylgni þess að leika sér og hamingju fólks.
    Lykilorð: Frístundir, flæði.

Samþykkt: 
  • 18.8.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3466


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaleiklok3.pdf715.61 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna