is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3484

Titill: 
  • Undirbúningur stöðlunar á WASI fyrir fullorðna á aldrinum 35 til 64 ára
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Próffræðieiginleikar íslenskrar þýðingar á greindarprófinu WASI (Wechsler
    Abbreviated Scale og Intelligence) voru athugaðir vegna undirbúnings fyrir stöðlun
    á prófinu á Íslandi. Íslensk þýðing prófsins var lögð fyrir 118 þátttakendur á
    aldrinum 35 til 64 ára og þeim skipt eftir aldri í þrjá hópa samkvæmt aldursbilum
    bandarískrar útgáfu prófsins. Fyrsti hópurinn var á aldrinum 35 til 44 ára (n=60),
    annar á aldrinum 45 til 54 ára (n=39) og þriðji hópurinn var á aldrinum 55 til 64 ára
    (n=19). Þáttagreining undirprófa benti til að að þáttabygging íslenskrar þýðingar
    WASI sé svipuð og í Bandaríkjunum. Helmingunaráreiðanleiki prófsins er lægri
    hérlendis en í bandaríska stöðlunarúrtakinu en þó er hann nokkuð hár í
    undirprófunum Orðskilningi og Rökþrautum. Aldursbil virðast ekki nauðsynleg
    hérlendis þar sem ekki var marktækur munur á meðaltölum heildartalna þeirra og
    aldur hefur ekki fylgni við heildartölu nema í undirprófinu Rökþrautum þar sem
    fylgnin er marktæk og neikvæð. Áhrif menntunar eru einungis marktæk í
    undirprófunum Orðskilningi og Rökþrautum þar sem munur er á þeim sem eru með
    grunnskólapróf og þeim sem eru með háskólapróf í þá veru að aukin menntun leiðir
    til hærri heildartölu. En meðaltöl sýna þó að með aukinni menntun hækka
    heildarstig allra undirprófa. Ekki kemur fram kynjamunur. Rannsóknin bendir til að
    bandarísk viðmið um viðbótarstig í undirprófinu Litaflötum hæfi vel íslenska
    úrtakinu. En niðurstöður sýna jafnframt fram á að ekki ætti að birta mælitölur úr
    óstaðlaðri útgáfu prófsins þar sem meðaltal heildartalna íslenska úrtaksins er
    töluvert hærra en bandarísku meðaltölin sem gefur til kynna hversu nauðsynlegt það
    er að safna sérstökum íslenskum viðmiðum.

Samþykkt: 
  • 28.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3484


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Audur_Erla_Gunnarsdottir_fixed.pdf363.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna