EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3486

Title
is

Undirbúningur stöðlunar á WASI fyrir fullorðna á aldrinum 17-29 ára

Abstract
is

Tilgangur þessarar rannsóknar var að undirbúa stöðlun á greindarprófinu Wechsler
Abbreviated Scale of Intelligence (WASI) fyrir fullorðna á aldrinum 17-29 ára.
Prófið var lagt fyrir 147 þátttakendur á höfuðborgarsvæðinu sem valdir voru með
hentugleika í lagskiptu kvótaúrtaki. Flestir þátttakendur voru starfsmenn fyrirtækja
og stofnanna og nemendur í framhaldsskóla. Meðalaldur var 23,45 ár og
staðalfrávik 3,96 ár. Kynjaskipting var 45% karlar og 55% konur. Helstu
niðurstöður voru þær að þáttabygging bandarískrar útgáfu greindarprófsins hélt sér
hérlendis. Undirprófin Orðskilningur og Líkingar hlóðu á munnlegan þátt og
undirprófin Rökþrautir og Líkingar hlóðu á verklegan þátt. Helmingunaráreiðanleiki
allra undirprófa WASI var viðunandi hérlendis en lægri í samanburði við
bandaríska útgáfu prófsins. Samanburður á þyngdarröð íslenskrar útgáfu
undirprófsins Rökþrauta við þyngdarröð bandarískrar útgáfu leiddi í ljós að 74%
atriða breyttust milli útgáfna. Þegar bandarísk norm voru notuð við túlkun á
niðurstöðu verklegra undirprófa og verklegrar greindartölu þá ofmat íslensk útgáfa WASI greind fullorðinna hérlendis.

Accepted
31/05/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Atli_Vidar_Bragaso... .pdf412KBOpen Complete Text PDF View/Open