EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3487

Title
is

Gjörhygli og hugræn færni: Samanburður á þátttakendum með og án reynslu af hugleiðslu

Abstract
is

Í þessari rannsókn voru tengsl hugleiðsluiðkunar við hugræna færni og andlega líðan könnuð. Einnig var samband hugleiðsluiðkunar og gjörhygli rannsakað. Taugasálfræðileg próf voru notuð til að meta hugræna færni, en gjörhygli og andleg líðan var metin með sjálfsmatsspurningalistum. Þátttakendur voru 36 manns og höfðu 18 þeirra (hugleiðsluhópur) reynslu af hugleiðsluiðkun en 18 þeirra (samanburðarhópur) enga slíka reynslu. Í ljós kom að hugleiðsluiðkendur stóðu sig betur en samanburðarhópur á prófi sem mælir getu vinnsluminnis. Niðurstöður spurningalista sýndu að hugleiðsluiðkendur höfðu minni kvíða og meiri gjörhygli heldur en þátttakendur í samanburðarhópi. Hugleiðendur skoruðu einnig hærra á spurningalista sem mælir athyglistjórn en lægra á lista sem metur tilhneigingu til forðunar. Ekki kom fram marktæk fylgni milli frammistöðu á taugasálfræðilegum prófum og skora á spurningalistum í rannsókninni. Niðurstöður gefa til kynna að hugleiðsluiðkun geti mögulega aukið gjörhygli fólks, dregið úr kvíða og bætt hugræna færni (vinnsluminni). Frekari rannsókna er þó þörf, meðal annars í stærra úrtaki og með fjölbreyttari mælingum á hugrænni færni og andlegri líðan.

Accepted
31/05/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Sigurlaug_Jonasdot... .pdf36.7KBOpen Forsíða, efnisyfirlit PDF View/Open
Sigurlaug_Lilja_Jo... .pdf575KBOpen Text Body PDF View/Open