EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3490

Title
is

Tengsl vinnsluminnis og athyglisstjórnar við hugsanabælingu

Abstract
is

Tengsl einstaklingsmunar í vinnsluminnis- og athyglisstjórnargetu við hugsanabælingu voru athuguð í tilraun á 60 manns. Þátttakendur svöruðu ACS spurningalistanum um athyglisstjórn og DASS listanum um þunglyndi, kvíða og streitu, ásamt því að leysa Ospan prófið á vinnsluminnisgetu og taka þátt í hugsanabælingartilraun. Þátttakendur lásu og hlýddu á frásögn af bílslysi og áttu síðan að reyna að hugsa ekki um bílslys í 5 mínútur. Helmingur fékk verkefni til að dreifa huganum frá markhugsunum en hinum helmingnum var aðeins sagt að hugsa ekki um bílslys. Búist var við þeir sem fengju aðstoð við að bægja markhugsunum frá myndu skrá færri hugsanir en þeir sem bældu, í samræmi við kenningu Wegners (1994) um þversagnakennd áhrif hugsanabælingar. Sömuleiðis var búist við því að vinnsluminnis- og athyglisstýringargeta spáði fyrir frammistöðu á bælingarverkefninu. Niðurstöður voru á þá leið að ekki var munur á tíðni hugsana í bælingarhópi og athyglisdreifingarhópi og að aðeins athyglisstjórn tengdist frammistöðu í bælingarverkefninu, með þeim hætti að hátt skor á ACS tengdist lágri tíðni markhugsana. Frammistaða á Ospan prófinu tengdist ekki frammistöðu í bælingartilrauninni, ólíkt fyrri rannsóknum. Takmarkaður stuðningur fékkst því við tilgátur, samband vinnsluminnis og athyglisstjórnar kann að vera flóknara en fyrri rannsóknir benda til.

Accepted
02/06/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Kormakur_Gardarsso... .pdf472KBOpen Complete Text PDF View/Open