EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3493

Title
is

Hvað einkennir þá sem ná árangri í hugrænni atferlismeðferð? Ósérhæfð hópmeðferð fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar

Abstract
is

Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða tengsl einstaklingsþátta við
meðferðarárangur í ósérhæfðri hugrænni atferlismeðferð meðal gesta
heilsugæslustöðva. Þátttakendur voru 441 talsins en þeim var vísað í meðferðina af
heimilislækni. Meðferðin var veitt í 15-25 manna hópum af tveimur sálfræðingum
Landspítalans og stóð í fimm vikur. Hver tími var vikulega, tvo tíma í senn.
Niðurstöður sýna að meðferðin ber árangur fyrir breiðan hóp fólks. Alvarlegri
einkenni í upphafi meðferðar voru yfirleitt tengd betri árangri í meðferð ásamt því
að fjöldi greininga og persónuleikaröskun sýndu ekki tengsl við meðferðarárangur.
Þessar niðurstöður eru í andstöðu við fyrri rannsóknir. Rannsóknin sýndi einnig að
tengsl lýðfræðilegra breyta við meðferðarárangur voru ekki til staðar en fyrri
rannsóknir hafa verið misvísandi í þessum efnum. Frekari rannsókna er því þörf til
að skýra betur tengsl einstaklingsþátta við árangur í ósérhæfðri hugrænni
atferlismeðferð meðal gesta heilsugæslustöðva.

Accepted
02/06/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Adalbjorg_Heidur_f... .pdf341KBOpen Complete Text PDF View/Open