is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3499

Titill: 
  • Tengsl áfalla í æsku við sjálfsskaða og húðkroppunaráráttu: Miðlunaráhrif tilfinninganæmis og sjálfsálits
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjálfsskaði er viljandi og beinn skaði eða breyting á líkama sem er nógu alvarlegur til að
    valda skemmd á líkamsvef (til dæmis að skera sig) án þess þó að markmiðið sé sjálfsvíg.
    Húðkroppunarárátta einkennist af þörf eða löngun til að kroppa í húðina eða óhóflegu
    kroppi í húðina sem veldur markverðri vanlíðan eða truflun á starfshæfni.
    Tilfinninganæmi (emotion reactivity) segir til um að hve miklu leyti manneskja upplifir
    tilfinningaviðbrögð við mörgum mismunandi gerðum áreita, hversu sterk upplifunin er og
    hversu lengi sú upplifun varir. Niðurstöður rannsókna benda til þess að áföll í æsku auki
    líkur á sjálfsskaða og húðkroppunaráráttu, en óljóst er hvers vegna það er. Tilgátan var sú
    að áföll í æsku spáðu fyrir um sjálfsskaða og húðkroppunaráráttu, og að sjálfsálit og
    tilfinninganæmi miðluðu sambandinu að einhverju leyti. Spurningalistar voru lagðir fyrir
    554 nemendur í framhaldsskólum, 18 ára og eldri. Spurningalistarnir voru Childhood
    Trauma Questionnaire – short form, Skin Picking Scale, Deliberate Self-Harm Inventory
    – short form, Rosenberg Self Esteem Questionnaire, Emotion Reactivity Scale og
    Hospital Anxiety and Depression Scale. Tilgátur voru studdar að hluta til. Áföll í æsku
    spáðu fyrir um sjálfsskaða þegar stjórnað var fyrir kyn, kvíða og þunglyndi.
    Tilfinninganæmi og sjálfsálit skýrðu tengslin þar á milli. Áföll í æsku spáðu ekki fyrir um húðkroppunaráráttu.

Samþykkt: 
  • 3.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3499


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gabriela_og_Lara_fixed.pdf563.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna