EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3543

Title
is

Mælaborð og upplýsingar stjórnenda

Abstract
is

Í verkefninu er leitað svara við þeirri spurningu hvort hægt sé að fá stjórnendur í auknum mæli til þess að nota internetbanka fyrir fyrirtæki og ná fram hvaða mælikvarða þeir nota helst við ákvarðanatökur. Tilgangurinn er að gera þessa mælikvarða sýnilega og nota upplýsingarnar við hönnun á mælaborði stjórnenda eða stjórnendahluta fyrir internetbanka fjármálastofnana.
Fræðilegi hluti ritgerðarinnar er bakgrunnur rannsóknarinnar fremur en beinar tilgátur sem hægt er að sannreyna. Þar er farið yfir aðferðir við að koma upplýsingum á það form að hægt sé að taka ákvarðanir á skilvirkan hátt.
Rannsóknin var gerð á sjö stórum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi. Fyrirtækin og stofnanirnar ná yfir vítt svið atvinnugreina. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru opin viðtöl við framkvæmdarstjóra og fjármálastjóra. Notaður var viðtalsrammi sem var kynntur nokkrum dögum áður en viðtalið átti sér stað. Í ritgerðinni er að finna fræðilega umfjöllun um upplýsingar sem stjórnendur nota í dag, skilgreiningar og umfjöllun um mælaborð stjórnenda, og forsendur þarfagreiningar fyrir mælaborð stjórnenda.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að meðalstór og stór íslensk fyrirtæki eru flest í viðskiptum við fleiri en einn banka sem gerir það erfitt að hanna mælaborð stjórnenda fyrir internetbanka. Stjórnendur fyrirtækja á Íslandi hafa mjög mikinn áhuga á mælaborði stjórnenda og notast við einhverskonar útfærslur af þeim í dag. Besta lausnin fyrir upplýsingagjöf banka til fyrirtækja eru vefþjónustur í gegnum XML skeyti eða B2B. Í því felst að að bankinn sendir gögn í fjárhagsupplýsingakerfi fyrirtækjanna sem virðast vera mjög öflug hjá íslenskum fyrirtækjum.

Accepted
07/10/2008


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Asbjorn_Elmar_Asbj... .pdf1.4MBLocked Complete Text PDF