EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3560

Title
is

Innri upplýsingamiðlun og tengslin við starfsánægju og vinnustaðahollustu. Tilviksathugun á Hrafnistu í Hafnarfirði

Abstract
is

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að kanna innri upplýsingamiðlun á vinnustað og tengsl hennar við starfsánægju og vinnustaðahollustu. Settar voru fram fimm tilgátur til að kanna þessa þætti og voru þær prófaðar út frá niðurstöðum úr rannsókninni. Rannsóknin er tilviksrannsókn sem gerð er með megindlegri aðferðafræði þar sem notaður var spurningalisti sem dreift var til starfsfólks. Fór sú vinna fram á sumarmánuðum 2009. Þýði rannsóknarinnar var starfsfólk þeirra heimila sem Hrafnista rekur samtals 890 manns. Úrtak rannsóknarinnar var starfsfólk Hrafnistu í Hafnarfirði, 310 einstaklingar. Svarhlutfall var 49,4%.
Rannsóknarritgerðin í heild sinni skiptist í tvo hluta þar sem fyrri hlutinn er fræðileg umfjöllun um þessi þrjú hugtök, upplýsingamiðlun, starfsánægju og vinnustaðahollustu auk þess sem fjallað er um tengslin milli hugtakanna og rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessum þáttum.
Helstu niðurstöður voru þær að starfsfólk stofnunarinnar telur innri upplýsingamiðlun frekar góða, mikill hluti þess er ánægður í starfi og gefur til kynna hollustu við vinnustaðinn. Prófanir á tilgátunum gáfu til kynna að ekki væri marktækur munur á viðhorfum fastráðins starfsfólks og starfsfólks í tímabundnu starfi til upplýsingamiðlunar á stofnuninni. Munurinn á þessum tveimur hópum fólst í starfsánægju en starfsfólk í tímabundnu starfi gaf til kynna meiri starfsánægju en þeir sem eru fastráðnir. Einnig gáfu tilgátuprófanir til kynna að þeir sem töldu sig ánægða með upplýsingamiðlunina á stofnuninni væru líklegri til að starfa áfram innan hennar næstu tvö árin. Auk þess komu fram að tengsl væru annars vegar milli ánægju með upplýsingamiðlunina og starfsánægju og hins vegar milli starfsánægju og vinnustaðahollustu.

Accepted
21/09/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
pd_fixed.pdf2.4MBOpen Complete Text PDF View/Open