is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3562

Titill: 
  • „Dálítið eins og ástríða.“ Upplifun menntastjórnenda af starfi sínu, forystuhlutverki og efnahagskreppunni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hér verður greint frá eigindlegri rannsókn, þar sem aðalmarkmiðin voru þau að öðlast skilning á því hvernig stjórnendur í grunnskólum og stoðstofnunum hans upplifa og skilja eigið starf og forystuhlutverk, hvað þeir telji að hafi áhrif á það og þá þekkingu og hæfileika sem þeir telja sig þurfa að búa yfir. Rannsókninni var einnig ætlað að skoða upplifun þátttakenda af erfiðleikum, áskorunum og stefnubreytingum í skólamálum á krepputímum. Tekin voru tíu hálfstöðluð viðtöl við átta starfandi stjórnendur sem síðan voru greind. Niðurstöður rannsóknarinnar eru meðal annars þær að þeir stjórnendur grunnskólans sem rætt var við eru almennt mjög vel að sér í stjórnunarfræðum og leggja mikið kapp og alúð við það að standa eins vel að hlutunum og hægt er. Þeir beita leiðtogastjórnun fyrir sig sem er mjög jákvætt fyrir skólakerfið þar sem stjórnun af því tagi stuðlar að vellíðan og árangri. Háttsettir stjórnendur finna mikið fyrir áhrifum stjórnmálanna sem er í andstöðu við það að menntamál hérlendis séu í raun ópólitísk, eins og kom fram í máli viðmælenda. Eins og staðan er nú, þá eru viðmælendur bjartsýnir og viljugir til þess að láta hlutina ganga upp í kreppunni en um leið kvíðnir fyrir niðurskurði og erfiðleikum. Þeir leggja allir áherslu á það að gæta hags barnanna. Ekki er líklegt að miklar breytingar verði á grunnstefnu í menntamálum hvað varðar árangursstjórnun en mat viðmælenda var það að áherslur gætu horfið frá græðgi og einstaklingshyggju í átt að aukinni vellíðan og velferð. Einnig sé mikilvægt að útvíkka árangursmælikvarða í því samhengi. Skólinn eigi að vera griðastaður og veita stöðugleika.

Samþykkt: 
  • 21.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3562


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pdf_fixed.pdf405.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna