EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3568

Title
is

Áhrif Evrópusamvinnu á fullveldi Íslands

Abstract
is

Í þessari ritgerð er ætlunin að greina hvernig áhrif Evrópusamvinnan hefur haft á fullveldi Íslands fyrr og síðar. Í upphafi verður farið yfir hugtök og kenningar sem við notum við greininguna. Fullveldishugtakið verður bæði skilgreint og endurskilgreint í ljósi mikilla breytinga sem hafa átt sér stað í alþjóðasamfélaginu. Nokkrar kenningar um Evrópusamrunann verða kynntar og upphaf samrunans skoðað. Þá verður lauslega farið í samstarfssvið Evrópusambandsins og hvernig samvinnu aðildarríkjanna er háttað. Eftir þá umfjöllun verður farið í greininguna.
Til átta sig á stöðu Íslands við upphaf Evrópusamvinnunnar þá verður lauslega farið yfir sjálfstæðisbaráttuna. Farið verður yfir þátttöku Íslands í Evrópusamrunanum og í því samhengi verður litið á afstöðu stjórnvalda til samrunans og sérstöðu Íslands í þeim efnum.
Síðastliðið ár hefur verið átakaár á sviði efnhags- og stjórnmála á Íslandi og landið hefur stuttum tíma komist í erfiða stöðu fjárhagslega. Íslendingar leituðu á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og til nágrannaríkja eftir fjárhagsaðstoð. Lauslega verður farið í breyttar forsendur á Íslandi og hvernig þær hafa áhrif á stöðu fullveldisins.
Greiningin sýnir okkur að þrátt fyrir að vissrar tregðu hafi gætt hjá íslenskum stjórnvöldum, gagnvart Evrópusamvinnunni, þá hafa þau sífellt verið að framselja hluta af fullveldinu til yfirþjóðlegra stofnana. Það hafa þau meðal annars gert í gegnum EFTA, EES og Schengen.

Accepted
21/09/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
2_fixed.pdf311KBOpen Complete Text PDF View/Open