is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3589

Titill: 
  • Samantekt af greinum og andsvörum er varða Draumalandið: Sjálfhjálparbók handa hræddri þjóð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Draumalandið: Sjálfhjálparbók handa hræddri þjóð, er bók sem skrifuð er af Andra Snæ Magnasyni. Bók þessi vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2006 og síðan hefur hún og höfundur hennar vakið sífellt meiri athygli. Kvikmynd hefur verið gerð eftir Draumalandinu og naut hún mikilla vinsælda hér á landi. Þó verður aðeins smávægilega fjallað um þá kvikmynd í þessari ritgerð.
    Í byrjun ritgerðarinnar verður fjallað um feril Andra Snæs og farið yfir önnur verk hans og þau verðlaun og þær viðurkenningar sem hann hefur hlotið.
    Í öðrum hluta verður farið yfir Draumalandið í stórum dráttum, þ.e. farið verður yfir nokkrar umsagnir um bókina sem birtust í Fréttablaðinu skömmu eftir að bókin kom út árið 2006.
    Í þriðja hluta ritgerðarinnar verður farið yfir nokkra ritdóma sem bókin hlaut skömmu eftir að hún kom út. Ritdómar þessir eru úr hinum ýmsu tímaritum.
    Í fjórða hluta ritgerðarinnar verður farið yfir gagnrýni sem Draumalandið og höfundur hafa hlotið af höndum einstaklinga eða samtaka. Gagnrýnin er margsvegar og kemur að ýmsum staðhæfingum bókarinnar, jafnt sem og tölum og tölfræði sem lagðar eru fram í Draumalandinu.
    Í lok ritgerðarinnar verða settar fram skoðanir höfundar ritgerðarinnar, um Draumalandið og þá gagnrýni sem dregin verður fram hér í ritgerðinni.

Samþykkt: 
  • 21.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak_fixed.pdf462.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna