is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3608

Titill: 
  • Fjárhagsárangur einstaklinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með þessu verki var að kanna hvort greina mætti eiginleika sem eru sameiginlegir með fólki sem hefur komist til fjárhagslegrar velgengni. Markmiðið var tvíþætt. Annars vegar að draga saman meginþætti vinsælla kenninga um fjárhagsárangur einstaklinga. Hins vegar að kanna hvort sömu meginþætti er að finna hjá einstaklingum sem hafa skapað sér slíka velgengni.
    Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt við vinnsluna. Tekin voru viðtöl við sjö manns, fimm karla og tvær konur, úr íslensku viðskiptalífi sem eiga það sameiginlegt að hafa til langs tíma átt velgengni að fagna. Sex þeirra reka eigin fyrirtæki og einn hefur að baki langa reynslu af að stýra stórfyrirtækjum.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru á þann veg að fjóra meginþætti megi greina af samanburði kenninga um fjárhagsárangur einstaklinga. Það eru mótun stefnu, hugarfar og viðhorf, framkvæmd og eftirfylgni, og reynsla og lærdómur. Sömu meginþættir komu fram í niðurstöðum eigindlegu rannsóknarinnar en samræmi undirþátta greiningarinnar stóðst aðeins að hluta til. Vísbendingar eru þó um að velgengni sé byggð á stefnu, hugarfari, reynslu og framkvæmd.

Samþykkt: 
  • 22.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3608


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
21sept09_fixed.pdf677.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna