EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3625

Title
is

Krepputal. Myndlíkingar í dagblöðum á krepputímum

Abstract
is

Hér eru íslensk fréttablöð skoðuð vikuna 7.-13. október með það að markmiði að telja og flokka myndlíkingar í greinum tengdum kreppunni. Þeir flokkar myndlíkinga sem komu oftast fyrir í umfjöllun blaðanna voru flokkur sjávar og sjómennsku, flokkur hernaðar, flokkur elds og hamfara og flokkur veðurs.Umræðuefnið í fréttablöðum umrædda viku einkennist af óstöðugleika, ótta og óöryggi og þar eiga þessir flokkar vel við í lýsingum á ástandinu í þjóðfélaginu. Ástæður fyrir notkun myndlíkinga eru ýmsar en þær geta einfaldað flókna hluti, varpað ljósi á ákveðinn hluta viðfangsefnis og með því falið aðra hluta þess. Stjórnmálamenn nota myndlíkingar mikið í máli sínu og þar sem dagblöð eru að stærstum hluta umfjöllun um stjórnmál og viðtöl við stjórnmálamenn þarf ekki að koma á óvart hversu oft myndlíkingar koma fyrir í dagblöðum. Bresk rannsókn á myndlíkingum í tungutaki á erlendum gjaldeyrismörkuðum er áhugaverð í samanburði við umrædda rannsókn og sýnir að þessir flokkar eru ekki einangraðir við íslenskt samfélag heldur eru þeir notaðir víðar um heim til að lýsa svipuðum aðstæðum.

Accepted
22/09/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
pdf_fixed.pdf689KBOpen Complete Text PDF View/Open