is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/362

Titill: 
  • Íbúalýðræði : er hægt að setja skynsamlega reglu um milliliðalaust lýðræði ?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið þessarar ritgerðar er að rannsaka hvort mögulegt sé að setja skynsamlega reglu um milliliðalaust lýðræði (beint lýðræði) á sveitarstjórnarstigi þ.e. hvort hægt er að setja skynsamlegan “ramma” sem stendur vörð um rétt borgara til að málum sem þá varðar án þess þó að ganga of langt á fulltrúalýðræðið.
    Alheimsvitundin og þjóðfélagið tekur stöðugum breytingum sem og hugmyndir um rétt og stöðu einstaklinga til að taka þátt og hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda í lýðræðisríkjum. Það má skilgreina lýðræði sem alræði fjöldans og þátttöku íbúa í ákvarðanatöku en í mínum huga snýst lýðræði um að fólk hafi áhrif á þá hluti sem raunverulega varðar það miklu. Þau orð sem oftast eru notuð í tengslum við “lýðræði” eru t.d. fulltrúalýðræði, þátttökulýðræði eða beint lýðræði og íbúalýðræði. Hugtakið “íbúalýðræði” tilheyrir frekar sveitarstjórnarstiginu en er nátengt hugmyndinni um aðkomu þjóðarinnar hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðslu.
    Umfjöllun um þróun lýðræðis innanlands helst í hendur við umfjöllun um stöðu þjóðríkja á alþjóðavettvangi. Í því samhengi þarf að líta á þá alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að og þær grundvallarreglur sem þar er að finna. Áhrif alþjóðasamninga hafa aukist og samvinna milli landa verður æ meiri sem gerir samanburð við önnur lönd óhjákvæmilegan.
    Sveitarfélög (sveitarstjórnir) eru talin einn af helstu hornsteinum hvers lýðræðislegs stjórnarfars. Meginreglan um sjálfsstjórn sveitarfélaga er viðurkennd í stjórnarskránni (sbr. 78.gr.stjskr.). Niðurstaða ritgerðarinnar leiðir í ljós að lagaleg heimild er fyrir sveitarstjórnir að setja skynsamlega reglu um milliliðalaust lýðræði á sveitarstjórnarstigi. Næstu skref sem tekin verða í þróun íbúalýðræðis eru því í höndum sveitarstjórna landsins.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ibualydr.pdf277.36 kBTakmarkaðurÍbúalýðræði - heildPDF
ibualydr-e.pdf126.27 kBOpinnÍbúalýðræði - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
ibualydr-h.pdf114.22 kBOpinnÍbúalýðræði - heimildaskráPDFSkoða/Opna
ibualydr-u.pdf110.4 kBOpinnÍbúalýðræði - útdrátturPDFSkoða/Opna