is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3669

Titill: 
  • Læknar á Landspítala : starfsandi þeirra og viðhorf til stjórnunar stofnunarinnar : stjórnsýslurannsókn á Landspítala
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Rannsóknir fyrri ára hafa sýnt að ásamt stefnumótun, framkvæmd hennar og samsetningu stofnana, er menning þeirra sá þáttur sem nauðsynlegur er til að þær blómstri og nái samkeppnisforskoti. Meðal hinna óáþreifanlegu þátta fyrirtækjamenningar eru viðhorf starfsmanna, skoðanir, samskipti og gildi. Þróuð hafa verið góð og sannreynd mælitæki til að meta fyrirtækjamenningu. Læknaráð Landspítala og Vinnueftirlitið gerðu viðamikla könnun á viðhorfum lækna til ýmissa þátta árið 2003 í kjölfar sameiningar Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala (Ríkisspítala). Á undanförnum mánuðum og misserum hafa enn verið gerðar umfangsmiklar breytingar á stjórnskipulagi Landspítala (LSH). Tilgangur núverandi rannsóknar er að meta hvort starfsandi lækna LSH og viðhorf þeirra til stjórnunar stofnunarinnar hafi breyst frá árinu 2003. Þessir þættir kunna að endurspegla að hluta fyrirtækjamenningu spítalans.
    Aðferð: Spurningalisti með 5 bakgrunnsspurningum og 20 kjarnaspurningum er snéru að starfsanda og viðhorfi til stjórnunar LSH voru lagðar fyrir lækna lyflækningasviðs og skurðlækningasviðs með rafrænum hætti í Outcome-vefkannanakerfinu á tímabilinu 19. maí til 11. júní 2009. Unnið var úr niðurstöðum með tilliti til sviðs, kyns, starfs, starfsaldurs og starfsvettvangs.
    Niðurstöður: Könnunin var send út til 329 lækna og 164 svöruðu henni og er það 49,8% svarhlutfall. Læknar spítalans eru ánægðari með stjórn hans nú en árið 2003. Þeir telja upplýsingaflæði og starfsanda hafa breyst til batnaðar. Jafnframt lýsa læknar auknum stuðningi yfirmanna sinna við að auka færni sína og aukinni viðurkenningu yfirmanna nái þeir árangri í starfi. Þá telja 65% lækna nýliðnar skipulagsbreytingar á spítalanum vera til bóta. 90% lækna telja nú líkt og 2003 unnt að auka og/eða bæta vinnuframlag sitt með betra skipulagi. Hlutfall þeirra lækna sem telja þátttöku lækna í stjórnun LSH ónóga er óbreytt eða um 80%. Umtalsvert færri telja nú að læknum sé mismunað eftir kyni en var árið 2003. Á hinn bóginn hafa fleiri læknar nú áhyggjur af starfsöryggi sínu og fjórðungur sérfræðilækna hefur hugleitt mikið eða ákveðið að hætta störfum á Landspítala vegna óánægju.
    Ályktun: Starfsandi og viðhorf lækna Landspítala til stjórnunar stofnunarinnar eru jákvæðari nú en var árið 2003. Læknar telja upplýsingaflæði, starfsanda, viðurkenningu og stuðning yfirmanna hafa breyst til batnaðar. Læknar telja unnt að bæta og/eða auka afköst sín með
    betra skipulagi og um 80% þeirra telja þátttöku lækna í stjórnun LSH ónóga. Loks hefur starfsöryggi lækna minnkað og fleiri íhuga nú að hætta störfum en áður

Samþykkt: 
  • 23.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3669


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigurdur_bodvarsson_fixed.pdf3.28 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna