is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/366

Titill: 
  • Klám : vangaveltur um skilgreiningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með tilkomu netsins varð klám mun aðgengilegra öllum þeim sem vildu neyta þess og með fullkomnum leitarvélum er auðvelt að finna það klám sem hugurinn girnist. Notandinn þarf ekki lengur að kaupa klámið í búðum heldur getur hann sótt það á netið á öllum tímum sólarhringsins. Fyrir vikið er klámnotkun unglingspilta á Íslandi árið 2006, svo dæmi sé tekið, mjög mikil.
    Hugtakið klám er erfitt að skilgreina því að skilgreiningin getur verið breytileg frá einstaklingi til einstaklings og frá einum tíma til annars. Meira að segja lagagreinar Almennu hegningarlaganna, sem fjalla um klám, orka tvímælis og eftirfylgni þeirra getur orðið mjög vandasöm og vafasöm. Í þessari ritgerð verður fjallað um hugtakið klám frá ýmsum hliðum og mismunandi skilgreiningar þess. Viðtöl voru t.d. tekin við átta einstaklinga, fjóra af hvoru kyni, frá framhaldsskólaaldri til sextugsaldurs, sem sögðu skoðanir sínar á hugtakinu og skilgreindu það.
    Bandaríska klámmyndin Deep Throat var frumsýnd árið 1972 og markar upphaf iðnvæðingar klámsins á Vesturlöndum. Myndin vakti gríðarlega athygli og færði klámið frá jaðrinum og nær meginstraumi afþreyingariðnaðarins. Í kjölfarið reyndu bandarísk stjórnvöld að banna myndina og hófu málarekstur. Í málaferlunum var umræða um snípinn og snípsfullnægingu hávær og ýtti undir umræðu almennings um þennan þátt kynlífsins. Í dag er snípurinn lykilatriði í kynlífi kvenna. Myndinni verða því gerð sérstök skil.
    Klám er neikvætt orð sem tengist kynlífsþrælkun og öðrum neikvæðum kimum kynlífsins. Hins vegar er hluti þess efnis sem stimplað er sem klám alls ekkert klám. Rætt verður um það efni og færð rök fyrir því að þar sé ekki um klám að ræða. Í ljósi þessa, auk vafasamra túlkunar í lögum, er nauðsynlegt að skilgreina hugtakið klám á nýjan leik.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/366


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
klam.pdf328.3 kBTakmarkaðurKlám - heildPDF
klam-e.pdf248.93 kBOpinnKlám - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
klam-h.pdf164 kBOpinnKlám - heimildaskráPDFSkoða/Opna
klam-u.pdf159.85 kBOpinnKlám - útdrátturPDFSkoða/Opna