is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3688

Titill: 
  • Samanburður á 31. og 36. gr. samningalaga nr. 7/1936
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð mun aðallega fjalla um ógildingarástæðu 31. gr. sml., misneytingu, og samanburð við víðtæka ógildingarheimild 36. gr. sml. Rýnt verður í vilja og tilgang löggjafans með setningu 36. gr. með 6. gr. laga nr. 11/1986 og þeirri spurningu varpað fram hvaða þýðingu 31. gr., hefur samanborið við 36. gr., eftir lögfestingu ákvæðisins. Skoðað verður hvernig dómstólar hafa beitt 31. gr. í þessu samhengi og þá hvort sjálfstætt gildi reglunnar hafi minnkað. Þá verður farið yfir orðalag 31. gr. Danskur réttur verður borinn stuttlega saman við íslenskan rétt, enda byggja ákvæði sml. að mestu á norrænum rétti.
    Þriðji kafli sml., um ógilda löggerninga, spannar fjölmargar ógildingarástæður. Undir hann fellur nauðung, bæði líkamleg og sálræn, svik, misneyting, viljaskortur o.fl. Ákvæði kaflans eru ófrávíkjanleg, en ógildingarástæður eru ekki tæmandi taldar og gagnályktanir yfirleitt ekki heimilar af þeim sökum.
    Árið 1986 bættist við ógildingarheimild í sml. Með 6. gr. laga nr. 11/1986 var 36. gr. sml. lögtekin. Í ákvæðinu var lögfest almenn og mjög víðtæk ógildingarheimild, sem veitti dómstólum mun meira svigrúm til ógildingar löggerninga af sanngirnisástæðum en áður hafði tíðkast í íslenskum rétti. Hin nýja regla tók til allra samningstegunda á sviði fjármunaréttar og veitti almenna heimild til að taka tillit til aðstæðna, sem ekki voru fyrir hendi við samningsgerð. Með lögfestingu reglunnar fjölgaði einnig réttarúrræðum í þriðja kafla sml. þar sem með henni var veitt heimild til að breyta samningi. Margar spurningar vöknuðu þó með lögfestingunni. Hvað vakti fyrir löggjafanum með setningu 36. gr. með 6. gr. laga nr. 11/1986? Hvernig er öðrum og þrengri ógildingarheimildum beitt eftir lögfestinguna, m.a. 31. gr.? Fylgja dómstólar vilja löggjafans með beitingu reglunnar í dómaframkvæmd?

Samþykkt: 
  • 1.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3688


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dilja_Mist_fixed.pdf252.09 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Dilja_Mist_forsida_fixed.pdf67.57 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna