is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3705

Titill: 
  • Gullöld húsmæðra. Á árunum 1945-1965
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Gullöld húsmæðra hefur oft verið tengd við 20. öldina þar sem hugmyndafræði um húsmæðrahlutverk og fyrirvinnuskipun voru í hávægum höfð. Þetta þýddi að konur unnu heima við og sinntu heimilisverkum ásamt því að ala upp nýta þjóðfélagsþegna og vera góður félagi fyrir eiginmanninn. Hlutverk eiginmannsins var að sjá til þess að vinna fyrir tekjum fjölskyldunnar. Hugmyndafræðin efldist eftir því sem leið á öldina og um miðbik hennar var hún í algleymi.
    Rannsókn þessi miðast því við tímann eftir seinni heimsstyrjöldina og fram að 1965 eða um það leiti sem kvenréttindakonur fara að láta í sér heyra á nýjan leik. Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka þá valmöguleika sem konur höfðu á þessu tímabili, hvert var hlutverk kvenna, hvað taldi samfélagið að hlutverk þeirra væri og hverjar voru helstu breytingar á starfi þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar byggjast að mestu á viðtölum við ellefu konur sem upplifðu þennan tíma. Til stuðnings og samanburðar voru nokkrar spurningarskrár hjá Þjóðháttardeild Þjóðminjasafnsins rannsakaðar og opinbera umræðu á tímabilinu svo sem skrif í kvennablöð og umræða á Alþingi. Aðrar rannsóknir á tímabilinu voru einnig hafðar til hliðsjónar og nýttust vel til að skýra þær breytingar og þá hugmyndafræði sem var í gildi á þessum tíma.

Samþykkt: 
  • 28.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1965_fixed.pdf943.64 kBLokaðurHeildartextiPDF