is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3729

Titill: 
  • Lárétt réttaráhrif í bandalagsrétti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Evrópusambandið (ESB) í þeirri mynd sem það er núna, samband 27 ríkja með sem telja alls 500 milljónir manns, er ólíkt öllum öðrum alþjóðasamtökum eða bandalögum sem fyrirfinnast í heiminum í dag. Ríki þess mynda samtök sjálfstæðra ríkja sem sameinast hafa um að vinna að markmiðum þeim sem skjalfest eru í sáttmálum þeirra. Bandalagsréttur gengur skrefi lengra en gert er í hefðbundnu alþjóðasamstarfi þar sem ríkin hafa framselt nokkurn hluta ríkisvalds síns í hendur stofnanna sambandsins og komið á bindandi lögskipan. Það má í raun segja að grundvallarlögum þess svipi frekar til réttarskipunar sambandsríkis en milliríkjabandalags. Hið yfirþjóðlega eðli sambandsins lýsir sér til að mynda í því að stofnanir þess geta með ákvörðunum sínum bundið bæði aðildarríkin sem og einstaklinga og lögpersónur innan þeirra beint og án sérstaks tilverknaðar hvers ríkis.
    Ein þessara stofnanna er Evrópudómstólinn (e. European court of justice) en hann gegnir afar miklvægu hlutverki á vettvangi sambandsins. Sögu dómstólsins má rekja allt aftur til ársins 1953 en hann starfaði þá á innan Kola- og stálbandalags Evrópu. Í dag er hlutverk dómstólsins margbrotið. Innan valdsviðs hans er meðal annars að leysa úr deilum sem rísa meðal aðildaríkja innbyrðis, deilum milli stofnana bandalagsins og deilum milli einstaklinga eða félaga og Evrópubandalagsins. Það sem mun þó reyna mest á í þessari grein eru úrskurðir dómstólsins en dómurum í aðildaríkjum er heimilt og stundum skylt (oftast í málum á æðsta dómstigi) að leita eftir þeim í málum þar sem reynir á vafaatriði um túlkun Rómarsáttmálans. Ætlunin með þessu er sú að skapa réttareiningu í aðildarríkjum sambandsins en dómstólar aðildarríkjanna eru bundnir við skýringu og túlkun Evrópudómstólsins á bandalagsrétti.
    Evrópudómstólinn hefur frá því að hann felldi úrskurð sinn í máli Van Gend en Loos gengið sífellt lengra í að veita bandalagsrétti svokölluð bein réttaráhrif. Í þessari grein verður fjallað um þessa þróun og þá sérstaklega lárétt réttaráhrif í bandalagsrétti en þau hafa í gegnum tíðina verið með umdeildari viðfangsefnum evrópuréttar. Það gefst þó vitaskuld ekki tóm í eins stuttri grein og þessari að fara yfir öll þau rök sem færð hafa verið með og á móti reglunni. Hér verður að horfa á helstu rök sem og á úrskurði sem fallið hafa og annaðhvort færa stoð fyrir eða hrekja tilvist reglunnar.
    Í öðrum kafla greinarinar verður farið yfir regluna um bein réttaráhrif og skilyrðin fyrir beitingu hennar. Einnig er stutt ágrip um réttarframkvæmd hingað til og litið er á hvernig henni er háttað í dag. Í þriðja kafla verður farið stuttlega í muninn á lóðréttum og láréttum réttaráhrifum en sá kafli er aðallega ætlaður til fyllingar og skýringarauka. Í fjórða kafla verður svo litið á helstu stoðir bandalagsréttar og þær bornar saman með hliðsjón af láréttum beinum réttaráhrifum. Einnig verður fjallað stuttlega um atriði á borð við réttaröryggi og jafnræðissjónarmið sem að skipta miklu í þessu samhengi. Að lokum verður svo í fimmta kafla litið á önnur úrræði til að ná fram láréttum réttaráhrifum svo sem óbein réttaráhrif og skaðabótaábyrgð ríkja en þessi úrræði hafa orðið sífellt fyrirferðarmeiri á síðustu árum.

Samþykkt: 
  • 28.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3729


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ketill_Einarsson_fixed.pdf332.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna