is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3752

Titill: 
  • Mikilvægi máls og tjáskipta, undirstöður lestrarnáms : fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskóla Íslands er leitast við að svara rannsóknarspurningunni: hverjar eru undirstöður lestrarnáms? Og er því málþroski, lestur og lestrarnám megininntak heimildaritgerðarinnar. Lestur er ferli sem þróast frá unga aldri og fram á fullorðinsár, því er óhætt að segja að lestur og þróun hans sé ævilangt ferli. Lestrarkunnátta er hverjum manni nauðsynleg. Kjarninn í læsisþróun er sá að börn læra best með því að prófa sig áfram og með því að nota tungumálið, ritmálið og táknmálið í látbragði og myndum og með viðeigandi örvun frá umhverfinu. Læsisþróunin á sér stað skref fyrir skref og er einstaklingsbundin svo þróun læsis verður að skoða hjá hverju barni fyrir sig og vinna út frá því. Í ritgerðinni er almennt fjallað um hvað mál og tjáskipti eru og af hverju þessi atriði eru svo mikilvæg í lífi okkar. Gerð er grein fyrir kenningum þriggja kennismiða um þróunarstig í lestri en margir rannsakendur hafa sýnt fram á að börn virðast fara í gegnum ákveðin þróunarstig í átt til læsis. Gerð er gein fyrir undirstöðuþáttum lestrarnáms s.s bernskulæsi, hljóðkerfisvitund og umskráningu. Gerð er grein fyrir helstu hugtökum og þeim þáttum í lestrarferlinu sem mikilvægir eru. Málþroski barna er skoðaður, en máltaka barna er í sjálfu sér ótrúlegt afrek. Mannlegt mál er flókið kerfi reglna og tákna, en samt sem áður ná lítil börn valdi á móðurmáli sínu á mjög stuttum tíma. Eru mörg börn orðin altalandi fjögurra til sex ára gömul. Ýmsar vangaveltur hafa átt sér stað um hvernig börnin nái að tileinka sér talmálið og hvað eigi sér nákvæmlega stað í máltökunni. Fjallað verður um nokkra fræðimenn sem hafa sett fram kenningar um hvernig máltöku barna er háttað. Umhverfið er mikill áhrifavaldur þegar barnið er að læra að tala. Foreldrar eru fyrirmynd barnsins og miklu máli skiptir að barnið hafi mál í umhverfi sínu til að geta tileinkað sér það. Mikilvægt er að lesa fyrir börn þar sem það hefur áhrif á þroskaþætti þeirra. Lestur eflir máltöku bætir málskilning, eykur orðaforða og sjálfstæða hugsun og má segja að lestur bóka undirbúi börnin fyrir frekara nám í framtíðinni. Börn sem hafa greiðan aðgang að fólki sem ræðir við þau um heima og geima, les fyrir þau og kennir þeim ný orð, eiga alla jafna auðveldara með að ná tökum á lestri, bæði hvað varðar tæknilega hlið hans og lesskilning. Leitað er heimilda víða og er ritgerðin kaflaskipt. Í lok ritgerðarinnar er samantekt á því markverðasta úr henni og að síðustu heimildaskrá.

Samþykkt: 
  • 29.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3752


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ágrip_fixed.pdf21.57 kBOpinnÁgripPDFSkoða/Opna
forsíða_fixed.pdf30.38 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Titilsida_fixed.pdf15.84 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Heildarskjal - pd_fixed.pdf307.69 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna