is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3754

Titill: 
  • Upplifun, leið til skilnings : læsi, upplifun og skilningur unglinga á kennslutextum í náttúrufræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í verkefninu er fjallað um skilgreiningar á læsi og hvaða skilning má leggja í hugtakið. Einnig er fjallað um vísindalæsi og mikilvægi þess í kennslu og daglegum störfum. Fjallað er um kennslutexta náttúrufræðinnar í grunnskóla, uppbyggingu, verkefni og hugtök. Gerð var athugun á 12 nemendum í 8.-10.bekk, annars vegar í litlu bæjarfélagi á landsbyggðinni og hins vegar í litlum skóla á höfuðborgarsvæðinu. Tveir þátttakendur voru úr hverjum árgangi af mismunandi getustigum. Athugunin fólst í því að settur var saman eins konar rýnihópur þar sem höfundur lagði til grundvallar ákveðnar spurningar tengdar lestri, uppbyggingu texta og verkefna, hlutverk mynda, formúla og hugtaka var einnig skoðað. Helstu niðurstöður voru að unglingum úr báðum skólum fannst að leggja þyrfti meiri áherslu á verklegar athuganir og fjölbreytta kennsluhætti, því þá myndi áhugi þeirra og skilningur aukast. Einnig að þau lesa ekki nema það sem nauðsynlegt er og vilja helst ekki þurfa að leita lengi að svörum, heldur hafa þau mjög aðgengileg í textanum. Þau telja að myndir og formúlur virki best ef þeim fylgja útskýringar í orðum, myndirnar og formúlurnar séu ekki nægar útskýringar einar og sér. Almennt renna niðurstöðurnar stoðum undir mikilvægi þess að hafa fjölbreytta kennsluhætti og upplifanir í náttúrufræðikennslu, ásamt því að lestarkennslu á fræðilegum textum þarf að auka.
    Lykilorð: Kennslutextar.

Samþykkt: 
  • 29.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
upplifun_leid_til_skilnings_geirthrudur_maria_kjartansdottir_kt_0109852269.pdf216.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna