is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3780

Titill: 
  • Leiklist í sagnfræðikennslu : ein grjóthrúga í hafinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að meta stöðu leiklistar sem kennsluaðferðar í sagnfræðikennslu á Íslandi. Litið var til þess hvernig aðferðin þróaðist frá árinu 1968, þegar hún fyrst barst til landsins, til ársins 2008.
    Höfundur lagði áherslu á að draga fram sem besta mynd af stöðunni í dag og framkvæmdi því megindlega rannsókn haustið 2008. Lögð var könnun fyrir samfélagsfræðikennara í grunnskólum Íslands og tóku alls 142 kennarar þátt. Niðurstaðan var sú að leiklist er enn fremur lítið notuð í kennslu þrátt fyrir að rannsóknir sem áður hafa verið framkvæmdar bendi til að hún sé árangursrík kennsluaðferð. Þegar skoðað var hverjir notuðu leiklist kom í ljós að hátt hlutfall karlkyns menntaðra kennara og leiðbeinenda án kennaramenntunar notuðu aðferðina nánast aldrei við kennslu.
    Höfundur valdi dæmigerðan þátttakenda úr úrtakinu sem ekki notar leiklist og tók viðtal við hann til að rannsaka viðfangsefnið nánar og finna út hvaða möguleikar eru á að auka notkun leiklistar í kennslu. Í lokin hugar höfundur að framsetningu aðgengilegra kennsluleiðbeininga sem leggja áherslu á notkun leiklistar. Í síðasta kafla ritgerðarinnar er gerð tilraun til að skrifa leiðbeiningar í tengslum við kennslu bókarinnar Ein grjóthrúga í hafinu, sagnfræðikennslubók á miðstigi.

Samþykkt: 
  • 30.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3780


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd_sonja_endalegt.pdf461.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna