EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3794

Title
is

Framtíðaráform ungmenna. Rannsókn á áhrifum foreldra á náms- og starfsval ungmenna

Abstract
is

Markmið megindlegrar rannsóknar okkar er að kanna hvort uppeldisleg áhrif foreldra geti útskýrt kynjamun á framtíðaráformum ungmenna í tengslum við náms- og starfsval, það er hvort uppeldisaðferðir foreldra séu kynbundnar. Einnig verður kannað hvort uppeldisaðferðir foreldra séu mismunandi eftir stéttastöðu þeirra og þjóðerni og hvort stéttastaða og þjóðerni geti skýrt kynjamun á framtíðaráformum ungmenna í tengslum við
náms- og starfsval. Tilgáta okkar er að foreldrar móti framtíðarsýn stúlkna og drengja ólíkt með kynbundnu uppeldi. Einnig teljum við að foreldrar hafi mismunandi áhrif á framtíð stúlkna og drengja þegar tekið er tillit til stéttastöðu og þjóðernis þar sem ólík gildi og hugmyndir eru milli hópa. Leyfi fékkst hjá tólf skólastjórnendum til að leggja nafnlausa könnun fyrir í maí 2008, þar af voru níu skólar á höfuðborgarsvæðinu og þrír utan höfuðborgarsvæðisins. Af 600 ungmennum í 10. bekk svöruðu 468 könnuninni, eða 78% og var kynjahlutfallið mjög jafnt. Bréf var sent heim til foreldra til að fá samþykki þeirra fyrir rannsókninni. Niðurstöður sýna að uppeldisleg áhrif foreldra geta útskýrt kynjamun á framtíðaráformum stúlkna og drengja í tengslum við náms- og starfsval. Einnig sýna niðurstöður að stéttastaða og þjóðerni hafa umtalsverð áhrif í þessu sambandi.

Accepted
02/10/2008


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Laufey_og_Dagmar_f... .pdf627KBLocked Complete Text PDF