is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3821

Titill: 
  • Hvernig ölum við upp lestrarhesta? : greinagerð og bæklingur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Greinargerð þessi ásamt meðfylgjandi bæklingi er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræði við kennaradeild Háskóla Íslands. Í greinargerðinni er leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig ölum við upp lestrarhesta?
    Fjallað er um mikilvægi góðrar lestrarfærni, hvað felist í hugtakinu lestur og hvaða þættir hafi áhrif á lestrarnám barna. Þá er skoðað hvernig lestur þróast og hvað einkennir þann sem hefur góða lestrarfærni. Getið er um kenningar fræðimanna um máltöku barna, þróun hennar og mikilvægi þess að foreldrar og aðrir uppalendur veiti börnum markvissan stuðning hvað varðar málörvun strax í bernsku.
    Bókin er kynnt sem öflugt námstæki og skoðaðar niðurstöður rannsókna sem benda til að samhengi sé á milli þeirra hvatningaraðferða sem foreldrar nota og þess hvernig lestraráhugi barna þróast. Einnig er athugað hvaða þættir í umhverfi barna veki forvitni þeirra og áhuga til að kanna ritmálið. Að lokum er sagt frá mikilvægi góðrar hljóðkerfisvitundar fyrir lesturinn síðar meir og skimunarprófið Hljóm-2 kynnt.
    Niðurstaðan er sú að æskilegt er að undirbúningur lestrarnáms hefjist strax við fæðingu og er stuðningur uppalenda því mjög mikilvægur fyrir barnið svo það geti þróað með sér jákvætt viðhorf til lesturs og góða lestrarfærni.
    Tilgangur bæklingsins er að kynna ýmsar leiðir sem foreldrar og starfsfólk leikskóla geta nýtt sér til að leggja grunn að lestrarnámi barna.
    Lykilorð: Lestrar- og ritmálsörvandi umhverfi, lestrarþróun, máltaka, lestrarfærni, lestrarvenjur, bókmenntaáhugi, lestrarhestar.

Samþykkt: 
  • 1.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvernig ölum við upp lestrarhesta.pdf116.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Bæklingur Hvernig ölum við upp lestrarhesta.pdf890.41 kBLokaðurBæklingurPDF