is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/382

Titill: 
  • Samfella í námi barna : samstarf milli leikskóla og grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í samstarf leik- og grunnskóla m.a. í því augnamiði að kanna samfellu í námi ungra barna. Athugað var hvernig grunnskólinn væri kynntur fyrir börnum í leikskóla áður en þau hæfu nám í 1.bekk. Kannaðar voru mögulegar leiðir til að efla samfellu í námi barna. Horft var til könnunaraðferðarinnar og leiksins og hvernig nýta mætti þá þætti. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð sem gaf mælanlegar og tölfræðilegar niðurstöður. Spurningalistar voru sendir út af handahófi til 29 leik- og grunnskóla og leitast var við að hafa dreifinguna sem jafnasta yfir höfuðborgarsvæðið. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 49 leik- og grunnskólakennarar á aldrinum 23 – 67 ára. Áhugavert er að 56% svarenda frá leikskólum töldu vera mjög mikið samstarf milli skólastiganna en einungis 32% svarenda frá grunnskólunum voru sama sinnis. Einnig má geta þess að enginn taldi að samstarf milli skólastiganna væri ekki til staðar. Þessar niðurstöður benda til ólíkra viðhorfa hjá svarendum um samstarf eftir því hvort þeir starfa í leik- eða grunnskóla.

Samþykkt: 
  • 14.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/382


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugmyndabæklingur.pdf106.93 kBOpinnHugmyndabæklingurPDFSkoða/Opna
Greinargerð.pdf413.86 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna