is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3842

Titill: 
  • Við viljum samt drepa : um siðferðisþroska leikskólabarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar sú kenning mín að börn leiti, eðililslegt, eftir upplifun af andhverfu góðra gilda, og að sú upplifun sé mikilvæg í siðferðis-, tilfinninga- og félagsþroska þeirra. Kveikja verkefnisins er sú að hegðun barna, hugmyndir og leikir hafa ekki alltaf jákvæða birtingarmynd, þau er „vond“, hugsa „ljótt“og vilja vera „ljóti kallinn í leik“. Ég geri mér þá kenningu að þessi neikvæða leitni þeirra væri mikilvægur þáttur í siðferðis-, tilfinninga- og félagsþroska barna. Í verkefninu fjalla ég um tengsl góðra gilda og andhverfu þeirra, hvers vegna börn leita andhverfunar og hvaða hæfileika þau hafa til þess og hlutverk þessa í þroskaferli þeirra. Í rannsókn þar sem ég beiti þátttökuaðferð og viðtölum safnaði ég gögnum sem sýna fram á að yrðingar og leikir barnanna innihalda, eftir atvikum togstreitu milli góðs og ills. Með þessari ritgerð geri ég grein fyrir þessari rannsókn og finn henni stað innan fræða.
    Ég tel að ástæða sé til að veita athygli þessari áhugaverðu en að okkar mati óæskilegu hlið á atferli og persónuleika barnanna og forðast að nálgast þennan veruleika út frá siðferðilegum viðmiðunum um „rétta“ eða „ranga“ hegðun.
    Ég kemst að þeirri niðurstöðu að börn þurfi að öðlast reynslu af andhverfu góðra gilda og hafi til þess sterka hvöt. Slíka reynslu geta þau öðlast með hugarflugssögum og þykjustuleikjum. Það jafngildir ekki að börn fái að haga sér” eins og þeim sýnist heldur að viðbrögð okkar við atferli þeirra mótist af skilningi á eðlislægri leit þeirra í andhverfu góðra gilda, og þýðingu hennar fyrir sálrænan þroska þeirra.

Samþykkt: 
  • 1.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3842


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Við viljum samt drepa.pdf309.65 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna